Gengur vel hjá nýjum skipstjóra á Hoffelli

2885. Hoffell SU 80 ex Smaragd. Ljósmynd Börkur Kjartansson.

Á vef Loðnuvinnslunnar segir í dag að í brúnni á Hoffelli sitji Sigurður Bjarnason, nýráðinn skipstjóri,  og sigli í land með 790 tonn af makríl. 

Er þetta fyrsti makríltúr Sigurðar á Hoffellinu

Þegar greinarhöfundur heyrði í Sigurði var Hoffellið úr af Berufirði og reiknaði skipstjórinn með að þeir yrðu í heimahöfn á Fáskrúðsfirði um kl. 20.30 sunnudagskvöldið 14.júlí.  

Aðspurður sagði Sigurður að það hefði gengið vel. “Við vorum í tvo og hálfan sólarhring á veiðum og fengum þennan afla suðvestur af Vestmannaeyjum” sagði Sigurður.  Hann sagði að veðrið hefið verið gott, nokkur kaldi á leiðinni út en síðan bara blíða.  Hann sagði líka að skipið hefði reynst vel og áhöfnin væri góð. “Þetta eru flottir strákar og mér líst mjög vel á þetta allt saman” bætti skipstjórinn við. 

Löndun úr Hoffellinu hefst fljótlega eftir að það leggst við bryggju og þegar aflinn verður kominn í land verður haldið á miðin á nýjan leik. “Ég er mjög sáttur og  það eru næg verkefni framundan” sagði Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffellinu að lokum og full ástæða til að óska honum og áhöfninn til hamingju með samstarfið“. Segir á vef Loðnuvinnslunnar.

Sigurður Bjarnason í brúnni á Hoffelli. Ljósmynd Loðnuvinnslan 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dagmar Aaen á Skjálfanda 2011

Dagmar Aaen á Sail Húsavík 2011. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ég las viðtal við þýska heimskautafarann og landkönnuðurinn Arved Fuchs í Fiskifréttum í morgun.

Það rifjaði upp skemmtilegan dag á Skjálfandaflóa í júlímánuði 2011.

Þá stóð yfir siglingahátíðin Sail Húsavík 2011 og þennan dag var m.a kappsigling seglskipa á dagskránni.

Myndin af ofan er ein fjölmargra mynda sem ég tók þennan dag en hún sýnir kútterinn Dagmar Aaen á siglingu.

Dagmar Aaen var byggð til fiskveiða árið 1931 í Esbjerg í Danmörku. Hún er sterkbyggð og vel fallin til siglinga í norðurhöfum. Arvid Fuchs keypti kútterinn fyrir þrjátíu árum eftir að hætt var að nota hann til fiskveiða. Hann gerði breytingar á honum svo hann henti til heimskautasiglinga og hefur síðan haldið í leiðangra víða um heimshöfin.

Dagmar Aaen var í Húsavíkurhöfn í vetur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution