Galicia við festar

IMO 9268409. Galicia við festar á Vigoflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Bílaflutningaskipið Galicia liggur hér við festar á Vigoflóa, nánar tiltekið skamt undan Cíeseyjunum.

Þetta skip var smíðað árið 2003 og mælist 16,361 GT að stærð. Siglir undir spænsku flaggi með heimahöfn í Santa Cruz á Teneríf.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sigurfari GK 138

2403. Sigurfari GK 138 ex Hvanney SF 51. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessa mynd af Sigurfara GK 138 í Njarðvíkurhöfn í gær en báturinn er nýkominn þangað.

Nesfiskur keypti bátinn frá Hornafirði þar sem hann bar nafnið Hvanney SF 51 en upphaflega hét hann Happasæll KE 94 og var smíðaður í Kína árið 2001.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution