Örfirisey RE 4 á Halanum í dag

2170. Örfirisey RE ex Polarborg I. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Frystitogarinn Örfirsey RE 4 er hér á toginu á Halanum í dag en myndirnar tók Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5. Örfirisey RE 4 var að koma úr Barentshafinu þar sem vel fiskaðist og klárar veiðiferðina á heimamiðum. Örfirisey var smíðuð árið … Halda áfram að lesa Örfirisey RE 4 á Halanum í dag

Hraunsvík GK 68

727. Hraunsvík GK 68 ex Gissur ÁR6. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér er Hraunsvík GK 68 að koma til hafnar í Grindavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hraunsvík hét upphaflega Akurey SF 52 og var smíðuð í Danmörku 1956. Svo sagði frá í Morgunblaðinu 12. apríl 1956: Tveir nýir bátar komu til Hornafjarðar í gær. Eru … Halda áfram að lesa Hraunsvík GK 68

Samskip Artic og MYS Cheltinga

Hafnarfjarðarhöfn í lok maí 2019. Ljósmynd Magnús Jónsson. Maggi Jóns sendi mér þessar myndir fyrr í sumar en þær tók hann í lok maímánaðar í Hafnarfirði. Það var nokkuð umleikis þann dag, erlendir togarar að landa í flutningaskip við bryggju og þeir þurftu olíu og aðrar nauðsynjar. 2923. Togarinn og Barkur utan á MYS Cheltinga. … Halda áfram að lesa Samskip Artic og MYS Cheltinga