Vestmannaey VE 54 kom til heimahafnar í dag

Fjórar eyjar. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Ný Vestmanney VE 54 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í dag í fylgd Bergeyjar VE 544 og Vestmannaeyjar VE 444.

Jói Myndó í Vestmannayjum sendi síðunni þessar glæsilegu myndir en móttökuathöfn verður í haust þegar ný Bergey VE, systurskip Vestmannaeyjar, kemur til landsins.

2954. Vestmannaey VE 54 og 2744. Bergy VE 544. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

 Í tilefni heimkomunnar ræddi heimasíða Síldarvinnslunnar stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og var fyrst spurt hvernig honum litist á nýja skipið.

„Mér líst afskaplega vel á þetta skip. Það er glæsilegt í alla staði og með miklum og góðum búnaði. Þegar skipið er borið saman við gömlu Vestmannaey blasir við fullkomnari aðstaða að flestu leyti. Má þar til dæmis nefna vinnuumhverfið á millidekki og í brúnni en þar er um mikla breytingu að ræða.

Þá má nefna að í skipinu eru tvær vélar og tvær skrúfur og ég tel fullvíst að það hafi í för með sér meiri togkraft. Skipið er einkar hljóðlátt. Það heyrist lítið í vélunum og öll spil eru knúin rafmagni. Þá er þetta skip sérstaklega mjúkt og fer vel með mannskapinn.

Við fengum kaldaskít á leiðinni til landsins og upplifðum þá hvernig það fer í sjó. Það er svo sannarlega tilhlökkunarefni að fara að fiska á þetta skip en það mun ekki gerast fyrr en um mánaðamótin ágúst-september.

Það á eftir að ganga frá búnaði á millidekkinu en sú vinna verður hafin í Vestmannaeyjum og síðan verður dekkið klárað í Slippnum á Akureyri“, segir Birgir Þór.   

Vestmannaey VE 54. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Vestmannaey VE 54 er í eigu Bergs- Hugins hf ., dótturfélags Síldarvinnslunnar og var smíðað í skipa­smíðastöð Vard í Aukra í Nor­egi. Hún er ein sjö systurskipa sem verið er að smíða fyrir Íslendinga.

Vestmannaey VE 54. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Upplýsingar um nýja Vestmannaey:
Lengd 28,9 m
Breidd 12 m
Brúttótonn 611
Nettótonn 183,4
Klassi DNVGL+1A1
Aðalvél 2x Yanmar 6EY17W 294 kw
Hjálparvél Nogva Scania DI13 HCM534CDE-1 1800/mín
Gír 2x Finnoy, hvor með sinn rafal. Skrúfáshraði 205/mín
Skrúfa 2x Finnoy, 2 m í þvermál. Silent fishing.
Hliðarskrúfa frá Brunvoll
Allar vindur rafdrifnar frá SeaOnics
Togvindur knúnar PM sísegulmótor
Löndunarkrani frá Aukra Marine
Autotroll frá Scantrawl
Skilvindur frá Westfalia
-tvær smurolíuskilvindur
-ein eldsneytisskilvinda
-ein austursskilvinda
Rafkerfi 440 volt 60 rið tvískipt, sb,bb
Flest tæki í brú frá Furuno
3D mælir frá Wasp
Skjákerfi og stjórnbúnaðarkerfi frá SeaQ
Rafkerfi frá Vard Electro
Björgunarbúnaður frá Viking

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Örfirisey með metafla

2170. Örfirisey RE ex Polarborg I. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Frystitogarinn Örfirisey RE 4 kom á dögunum til hafnar í Reykjavík eftir veiðiferð í Barentshafið og var aflinn mjög góður.

Í frétt á heimasíðu HB Granda segir svo frá:

,Þetta var mjög góður túr og ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að um sé að ræða met hjá HB Granda. Við vorum með alls rúmlega 1.500 tonna afla upp úr sjó í túrnum og þar af voru um 1.400 tonn í rússnesku landhelginni. Við kláruðum kvótann þar og eftir siglinguna heim til Íslands vorum við að veiðum djúpt úti af Vestfjörðum. Markmiðið var að veiða grálúðu en veiðin var að fjara út þegar við komum heim. Aflinn var því minni en ella.

Þetta segir Ævar Jóhannsson, skipstjóri á frystitogaranum Örfirisey RE, sem kom heim fyrir helgina eftir mjög velheppnaða veiðiferð í Barentshaf. Siglingin til og frá miðunum tók um 11 sólarhringa en þess utan var vinnslan í gangi allan sólarhringinn. Mikið reyndi á áhöfnina og segir Ævar að skipverjar hafi staðið sig með fádæmum vel.

Að sögn Ævars var aflinn í Barentshafi aðallega þorskur.

,,Við vorum þó með um 100 tonn af ýsu, einhverja tugi tonna af ufsa en allt annað var nánast í sýnishornaformi. Þegar veiðunum þessa síðustu daga í íslensku landhelginni en bætt við þá náðum við alls að veiða 20 mismunandi fisktegundir. Ég man ekki eftir að hafa verið með jafnmargar tegundir í túr. M.a. lönduðum við nokkrum kössum af fisknum gjölni en hann var hausaður og heilfrystur um borð. Þetta er afskaplega hvítur fiskur á holdið en frekar bragðlítill. Ég get vitnað um það eftir að hafa borðað gjölni,“ segir Ævar. 

Örfirisey RE er aftur farin til veiða og er Símon Jónsson nú með skipið.

,,Framundan eru túrar á heimamiðum þar sem reynt verður að ljúka við kvóta ársins. Mér skilst að það eigi að leggja áherslu á ýsuveiðar til að byrja með og svo sjáum við hvernig þetta þróast,“ segir Ævar Jóhannsson.

Meðfylgjandi mynd tók Hólmgeir Austfjörð á Halanum um daginn þegar Örfirisey var að klára veiðiferðina.

English version

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nuevo Maresco á siglingu

Nuevo Maresco 3FE45-06. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Fiskibáturinn Nuevo Maresco siglir hér inn eftir Vigoflóanum norðanverðum á leið í gær til hafnar í Vigo.

Bátuirnn, sem var smíðaður árið 2006 er 12,7 metra langur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution