A Gago kemur að landi

A Gago 4a-V14-4-99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

A Gago kom að landi í Chapela í hádeginu og þessi mynd tekin þá.

A Gago er vinnubátur við skelrækt á Vigoflóa og var smíðaður árið 1999. Hann er 20,75 metrar að lengd og mælist 48 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón Júlí BA 157

610. Jón Júlí BA 157 ex Jón Júlí HU. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Jón Júlí BA 157 við bryggju á Tálknafirði fyrir margt löngu síðan en myndina tók Hreiðar Olgeirsson.

Báturinn var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1955 og fékk nafnið Ingólfur SF 53. Mældist 39 brl. að stærð með Caterpillar 170 hestafla aðalvél. Eigandi Rafnkell Þorleifsson Hornafirði.

Báturinn var seldur á Eyrarbakka árið 1958 og fékk þá nafnið Faxi ÁR 25. Hét síðar Íslendingur II RE, Íslendingur II GK og  Jón Júlí HU.

Seldur til Tálknafjarðar 1975. Heimild: Íslens skip.  

Þórsberg hf. á Tálknafirði var eigandi Jóns Júlí BA 157 og þegar notkun hans lauk var honum komið fyrir á kambi við þorpið. Hvort hann sé þar enn er ég ekk viss um.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution