Tina á útleið

IMO 9277383. Tina ex Gotland. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Tina lét úr höfn í Vigo í kvöld og tók ég þessa mynd á Vigoflóanum.

Skipið var smíðað árið 2003 og er 138 metra langt. Breidd þess er 21 metrar og mælist það 7,519 GT að stærð.

Það siglir undir fána Hollands og heimahöfn þess er Herenween.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Bergey VE 144 var sjósett í morgun

2964. Bergey VE 144. Ljós­mynd/​SVN/​Kristján Vil­helms­son 2019.

Bergey VE 144, sem nú er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, var sjósett í morgun klukkan átta að íslenskum tíma.

Frá þessu greinir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Bergey er systurskip Vestmannaeyjar VE sem kom ný til landsins fyrr í þessum mánuði. Skipin eru smíðuð fyrir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum, sem er dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar.

Vestmannaey var fyrsta skipið af sjö sömu gerðar sem Vard smíðar fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki. Smíðin á Bergey er á áætlun en gert er ráð fyrir að skipið verði afhent Bergi-Hugin í lok september nk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sæljós ÁR 11

467. Sæljós ÁR 11 ex Sverrir Bjarnfinns ÁR 110. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sæljós ÁR 11 kemur hér að landi í Þorlákshöfn á vetrarvertíð, man ekki hvaða ár.

Sæljós ÁR 11 hét upphaflega Grundfirðingur II SH 124 og var smíðaður árið 1956 í Nyköbing Mors í Danmörku árið 1956. Hann var 54 brl. að stærð og smíðaður fyrir Soffanías Cecilsson skipstjóra og útgerðarmann í Grafarnesi í Grundarfirði.

Báturinn var í Grundarfirð í ríflega 30 ár en 1989 var hann seldur til Patreksfjarðar þar sem hann fékk nafnið Brimnes BA 800. Bjarg hf. hét útgerðin og seldi hún Látrarröst hf. á Patreksfirði bátinn haustið 1992 og fékk hann þá nafnið Látraröst BA 590.

Nesbrú hf. í Reykjavík keypti bátinn snemma árs 1994 og gaf honum nafnið Sverrir Bjarnfinns ÁR 110. Báturinnn sem gerður var út frá Þorlákshöfn en í ársbyrjun 1997 var skipt um nafn á bátnum sem fékk þá það nafn sem hann ber á myndinni, Sæljós ÁR 11.

Báturinn fór í núllflokk hjá Fiskistofu árið 2005 en var tekinn af skipaskrá árið 2014, talinn ónýtur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.