Sæmundur HF 85

638. Sæmundur HF 85 ex Sæmundur Sigurðsson HF 85. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1987.

Sæmundur HF 85 dregur hér netin í Breiðafirði á vetrarvertíðinni 1987 en myndina tók Hreiðar Olgeirsson.

Sæmundur HF 85 hét áður Sæmundur Sigurðsson HF 85 og var í eigu Eiríks Ólafssonar í Hafnarfirði.

Á vefnum aba.is segir að báturinn var smíðaður úr eik á Akureyri, í skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, fyrir Ríkissjóð eftir teikningu Þorsteins Daníelssonar.

Báturinn var 38 brl. að stærð búinn 132 hestafla Kelvin aðalvél.

Árið 1950 er hann seldur Sigfúsi Þorleifssyni á Dalvík sem átti hann í sex ár. Báturinn fékk nafnið Börgvin EA 311.

Báturinn skiptir síðan sex sinnum um eigendur áður en fyrrnefndur Eiríkur kaupir hann haustið 1982 og gefur honum nafnið Sæmundur Sigurðsson HF 85. Því var svo breytt í Sæmundur HF 85 1985 en báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá 1988.

Nöfnin sem hann bar voru: 1950-1957: Björgvin EA 311. 1957-1969: Klængur ÁR 2. 1969-1972 Erlingur RE 65. 1972-1976 Guðmundur Tómasson VE 238. 1976-1977 Sæsvalan ÁR 65. 1977-1980: Edda HU 35. 1980-1985: Sæmundur Sigurðsson HF 85 og 1985-1988 Sæmundur HF 85. Heimild aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Egill ÍS 77

2340. Egill ÍS 77 ex Ásdís ÍS 402. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2019.

Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á v/s Tý tók þessa mynd fyrir vestan á dögunum af dragnótarbátnum Agli ÍS 77.

S.E ehf. á bátinn og gerir út frá Þingeyri en að fyrirtækinu stendur Stefán Egilsson og kom báturinn í stað Egils ÍS 77 sem brann í ágúst árið 2017.

Egill ÍS 77 hét upphaflega Friðrik Bergmann SH 240 frá Ólafsvík og var smíðaður í Ósey í Hafnarfirði árið 1999. Hann var skutlengdur árið 2008.

Egill ÍS 77 er 19,9 metra langur, breidd hans er 4,99 metrar og hann mælist 64,51 BT að stærð. Aðalvél Caterpillar frá 1999.

Friðrik Bergmann SH 240 var seldur Hjallasandi ehf. árið 2004 og heimahöfn hans fluttist frá Ólafsvík til Rifs.

Árið 2007 var báturinn seldur og fékk nafnið Valgerður BA 45 og heimahöfn hans Patreksfjörður. 2012 heitir hann Margrét ÍS 147 og heimahöfnin Flateyri, 2013 er verður hann Margrét SH 177 og heimahöfnin aftur Rif.

Árið 2014 kaupir Mýrarholt ehf. bátinn sem fær nafnið Ásdís ÍS 2 og heimahöfnin Bolungarvík. Þegar Mýrarholt kaupir Örn KE 13 2017 og nefnir Ásdísi ÍS 2 er báturinn skráður Ásdís ÍS 402.

Það er skráningin á honum þegar Stefán Egilsson kaupir hann haustið 2017 og nefnir Egil ÍS 77.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution