Tómas Þorvaldsson GK 10 fór á flot í dag

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR6-500. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 fór á flot nú undir kvöld en hann hefur að undanförnu verið í flotkví í Hafnarfirði.

Eins og kunnugt er keypti Þorbjörn hf. í Grindavík togarann frá Grænlandi og kom hann til Hafnarfjarðar í lok maí.

Tómas Þorvaldsson GK 10 hét áður Sisimiut GR6-500 en upphaflega er um að ræða togara sem Skagstrendingur hf. á Skagaströnd lét smíða í Noregi árið 1992.

Arnar HU 1 hét hann og var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut.

Tómas Þorvaldsson GK 10 er 67 metra langur og 14 metra breiður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ocean Nova í Scoresbysundi

IMO:8913916. Ocean Nova ex Sarpik Ittuk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Farþegaskipið Ocean Nova er hér á siglingu í Scoresbysundi haustið 2017. Skammt undan þorpinu Ittoqqortoormiit.

Skipið hét áður Sarpik Ittuk og sigldi sem ferja við Vestur-Grænland.

Ocean Nova, sem siglir undir fána Bahamas, var smíðað árið 1992 og er 2183 GT að stærð. Heimahöfnin Nassau.

Lengd skipsins er 73 metrar og breidd þess 10.99 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hildur, Andvari og Sæborg

1354. Hildur ex Héðinn HF 28. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hildur var byggð á Akureyri árið 1974 á Bátaverkstæði Gunnlauga og Trausta. Hét upphaflega Múli ÓF 5. 

Norðursigling keypti bátinn síðla sumars 2009 og um haustið var henni siglt til Engernsund í Danmörku.

Þar var henni breytt í tveggja mastra skonnortu með bugspjóti. Hildur kom aftur til Húsavíkur um mitt sumar 2010 og hóf siglingar. Hún hefur síðan siglt með farþega við Íslands-, Grænlands- og Noregsstrendur.

Hildur er 36 brl. að stærð.

1438. Andvari ex Salka GK 79. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Andvari var smíðaður á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri 1975 og hét upphaflega Vinur SH 140.

Norðursigling eignaðist bátinn árið 2012 en hann hafði sokkið eftir að siglt var á hann við bryggju í Sandgerði haustið 2011.

Bátnum var náð á flot og upp í slipp þar sem allt var rifið af honum ofan þilfars og ekkert beið hans nema förgun.

Vorið 2012 dró Knörrinn Sölku norður til Húsavíkur og rúmum fjórum árum síðar hóf hann siglingar á Skjálfanda eftir að hafa verið endurbyggður sem rafknúinn hvalaskoðunarbátur.

Andvari er 30 brl. að stærð.

1475. Sæborg ex Áróra. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sæborg var smíðuð á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1977 fyrir Húsvíkinga. 

Hét upphaflega Sæborg ÞH 55 og var gerð út frá Húsavík til ársins 1991 er hún var seld.

Norðursigling keypti bátinn vorið 2016 en þá hafði hann verið gerður út um tíma til siglinga með ferðamenn frá Reykjavík undir nafninu Áróra.

Sæborg er 40 brl. að stærð.

Heimildir eru m.a fengnar af vefnum aba.is, heimasíðum hvalaskoðunarfyrirtækjanna og úr Íslenskum skipaskrám.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution