Tómas Þorvaldsson GK 10 fór á flot í dag

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR6-500. Ljósmynd Óskar Franz 2019. Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 fór á flot nú undir kvöld en hann hefur að undanförnu verið í flotkví í Hafnarfirði. Eins og kunnugt er keypti Þorbjörn hf. í Grindavík togarann frá Grænlandi og kom hann til Hafnarfjarðar í lok maí. Tómas Þorvaldsson GK … Halda áfram að lesa Tómas Þorvaldsson GK 10 fór á flot í dag

Ocean Nova í Scoresbysundi

IMO:8913916. Ocean Nova ex Sarpik Ittuk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017. Farþegaskipið Ocean Nova er hér á siglingu í Scoresbysundi haustið 2017. Skammt undan þorpinu Ittoqqortoormiit. Skipið hét áður Sarpik Ittuk og sigldi sem ferja við Vestur-Grænland. Ocean Nova, sem siglir undir fána Bahamas, var smíðað árið 1992 og er 2183 GT að stærð. Heimahöfnin Nassau. Lengd … Halda áfram að lesa Ocean Nova í Scoresbysundi

Hildur, Andvari og Sæborg

1354. Hildur ex Héðinn HF 28. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hildur var byggð á Akureyri árið 1974 á Bátaverkstæði Gunnlauga og Trausta. Hét upphaflega Múli ÓF 5.  Norðursigling keypti bátinn síðla sumars 2009 og um haustið var henni siglt til Engernsund í Danmörku. Þar var henni breytt í tveggja mastra skonnortu með bugspjóti. Hildur kom aftur … Halda áfram að lesa Hildur, Andvari og Sæborg