Við bryggju í Teis

Í Teis rétt innan við Vigo. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Næsti bær utan við Chapela við Vigoflóann er Teis og þar eru bryggjur, flotkvíar og slippar.

Ég hjólaði þangað um sl. helgi og tók nokkrar myndir og hér koma þrjár þeirra. Þarna er að mér sýnist aðallega unnið að viðgerðum og smíðum á skipum en einnig má vera að bátarnir liggi þarna á milli veiðiferða.

IMO 9329227. Monte Meixueiro. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

En það er einnig landað í Teis og spænski skuttogarinn Monte Meixueiro er hér við kajann.

Donine í flotkvínni í Teis. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Donine frá Villagarcia De Arosa var í flotkvínni og hélt ég fyrst að um væri að ræða e-h rannsóknar eða þjónustuskip en Shipspotting segir það fiskiskip.

Bátar við bryggju í Teis. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Fann ekkert um þennan sem næst er á myndinni en sá í miðið er skráður í Senegal.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Venus NS 150 á makrílveiðum

2881. Venus NS 150. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019.

Hilmar Örn Kárason skipverji á Venusi NS 150 tók þessa mynd af skipinu í gærmorgun þar sem það var á makrílveiðum.

Verið var að dæla um 250 tonnum um borð í skipið sem kom að landi á Vopnafirði í gærkveldi með 900 tonna afla.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Bliki ÞH 50

710. Bliki ÞH 50 ex Bliki GK 323. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983.

Bliki ÞH 50 er hér við bryggju á Húsavík haustið 1983 að mig minnir.

Bliki ÞH 50 var í eigu Njarðar hf. og þegar þarna var komið var hann á úthafsrækjuveiðum.

Báturinn hét upphaflega Ólafur Magnússon AK 102 og var smíðaður fyrir Skagamenn í Svíþjóð árið 1948. Hann var upphaflega mældur 76 brl. en eftir endurmælingu árið 1966 mældist hann 80 brl. að stærð.

Hann átti síðar eftir að heita Brandur VE 313, Mjölnir GK 323, Bliki GK 323 og loks Bliki ÞH 50. Hann fór í úreldingu þegar Njörður hf. lét smíða Þór Pétursson ÞH 50 á Ísafirði árið 1989.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.