Nýja Vestmannaey VE 54 komin út úr húsi í Aukra

2954. Vestmannaey VE 54. Ljósmynd Guðmundur Alfreðsson 2019.

Hin nýja Vestmannaey VE 54 var tekin út úr húsi í morgun, máluð og fín. Skipið er smíðað í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir að notaður sé vagn til að færa skipið út úr húsinu og mun hann flytja það út á pramma. Pramminn verður síðan dreginn út og fjörð og þar verður honum sökkt undan skipinu. Gert er ráð fyrir að Vestmannaey muni fljóta í fyrramálið.

Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri Bergs-Hugins er í Aukra og fylgist grannt með. Hann segir að mönnum lítist afar vel á Vestmannaey og brosi allan hringinn. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að vélar skipsins verði gangsettar 4. eða 5. maí.

2954. Vestmannaey VE 54. Ljósmyndari Guðmundur Alfreðsson 2019.

Systurskip Vestmannaeyjar, Bergey, er einnig í smíðum í Aukra og er ráðgert að það verði sjósett í ágúst nk. Skipin eru tæplega 29 metrar að lengd og 12 metra breið og há. Sumir segja að þessi skip séu stór-lítil.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s