Fríða Dagmar ÍS 103

2817. Fríða Dagmar ÍS 103. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Bolvíski línubáturinn Fríða Dagmar ÍS 103 er á þessum myndum að koma inn til Grindavíkur undir kvöld í gær í suðaustan skítveðri eins og ljósmyndarinn orðaði það. Fríða Dagmar ÍS 103 er í eigu útgerðarfélagsins Salting ehf. og var smíðuð hjá bátasmiðjunni Trefjum árið 2012. Upphaflega … Halda áfram að lesa Fríða Dagmar ÍS 103

Haukaberg SH 20

1399. Haukaberg SH 20. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Haukaberg SH 20 frá Grundarfirði er hér á siglingu á Breiðafirði, sennilega á vetrarvertíðinni 1982 frekar en 1983. Í 16-17 tbl. Ægis 1974 sagði ma. svo frá: 11. október s.l afhenti Þorgeir & Ellert h.f. Akranesi nýtt 104 rúmlesta stálfiskiskip, smíðanúmer 30 hjá stöðinni. Skipið sem ber nafnið … Halda áfram að lesa Haukaberg SH 20

Aquamarine M-0272 frá Murmansk

Aquamarine M-272 ex Orcades Viking. Ljósmynd Óskar Franz 2019. Rússneski togarinn Aquamarine M-272 kom til hafnar í Hafnarfirði í gærmorgun en Rússarnir eru að undirbúa karfavertíðina á Reykjaneshryggnum. Togarinn, sem er í eigu NOREBO útgerðarrisans, var smíðaður árið 1991 og er með heimahöfn í Murmansk. Smíði þessa skips hófst fyrir Færeyinga hjá P/f Skala Skipasmidja … Halda áfram að lesa Aquamarine M-0272 frá Murmansk