Stafnes KE 130

235. Stafnes KE 130 ex Ásþór RE 395. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Stafnes KE 130 var einn þeirra báta sem stunduðu síldveiðar inn á fjörðum austanlands á níunda áratugnum og hér lónar báturinn inn á einhverjum firðinum.

Þessi bátur bar bara tvö nöfn á þeim árum sem hann var í Íslenska fiskiskipaflotanum. Hann var smíðaður í Flekkefjörd fyrir Ísbjörninn hf. í Reykjavík og kom til landsins í byrjun árs 1964,

Þá sagði svo frá í Morgunblaðinu:

Nýr stálbátur, Ásþór RE-395 bættist í fiskiskipaflotann í Reykjavík sl. sunnudag. Ásþór er eign Ísbjarnarins h.f. smíðaður í Noregi og er 193 lestir að stærð.

Skipið er útbúið fullkomnustu tækjum og þykir mjög vandað að allri gerð og smíði. Í reynsluferð gekk Ásþór 10 sjómílu á klst., skipstjóri er Þorvaldur S. Árnason.

Skipið fer á veiðar með þorskanetum innan tíðar. Ísbjörninn h.f. hefur verið meðal framleiðsluhæstu frystihúsum landsins um langt árabil. Fyrirtækið sjálft á nú 6 báta, en alls munu 14 bátar leggja upp hjá því nú á vertíðinni.

1981 kaupa Oddur Sæmundsson og Hilmar Magnússon í Keflavík Ásþór RE 395 og gefa honum nafnið Stafnes KE 130. Það nafn bar hann til haustsins 1988 þegar nýtt og glæsilegt Stafnes KE 130 leysti hann af hólmi.

Í Noregi fékk hann nafnið Thorsland en báturinn hefur verið rifinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Stafnes KE 130

  1. Þetta skip var mikið hér á Seyðisfirði á síldárunum enda átti Ísbjörninn bæði bræðslu og síldar plan hérna Sunnuver og Hafsíld. sem þá var fullkomnasta bræðsla í heimi.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s