Gústi í Papey SF 88

1739. Gústi í Papey SF 88 ex Geir SH 187. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rækjubáturinn Gústi í Papey SF 88 kemur þarna siglandi inn Skjálfandann á sínum tíma.

Sigrún ÍS 900 hét hann og var fyrst í eigu Theodórs Nordquist og Svavars Péturssonar og síðar Ásrúnar hf. á Ísafirði. Hann var smíðaður í Finnlandi 1979 en keyptur hingað til lands 1986.

Báturinn var seldur til Ólafsvíkur og fékk nafnið Geir SH 217. 1994 var hann seldur til Hafnar í Hornafirði þar sem hann fékk nafnið Gústi í Papey Sf 88.

DV sagði svo frá þann 5. febrúar 1994:

Togveiðiskipið Gústi í Papey SF 88 kom til Hafnar á dögunum. Eigendur eru Þorvarður Helgason og Jón Hafdal ásamt eiginkonum þeirra.

Það er Útgerðarfélagið Papós sem gerir skipið út og verður fyrst farið á fiskitroll en síðan á rækju og humar.

Gústi í Papey hét áður Geir SH197 og skipinu fylgdu 400 tonna þorskígildiskvóti. Þorvarður Helgason verður skipstjóri en til gamans má geta þess að skipið heitir eftir afa hans.

Gústi í Papey var seldur frá Höfn til Raufarhafnar 1995 en þar staldraði hann stutt við og seldur úr landi 1996. Á Raufarhöfn fékk hann nafnið Sléttunúpur og var ÞH 272.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s