Fanney SK 83

619. Fanney SK 83 ex Hrafnsey SF 8. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003. Fanney SK 83 kemur hér að bryggju á Húsavík undir stjórn Þórðar Birgissonar í marsmánuði 2003. Báturinn hét upphaflega Jón Jónsson SH 187 frá Ólafsvík. Smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1959. Hét síðan lengi vel Sóley SH 124 frá Grundarfirði og Hrafnsey … Halda áfram að lesa Fanney SK 83

NPB Carrier við Bökugarðinn

NBP Carrier ex Baltic Carrier. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019. Flutningaskipið NBP Carrier kom til Húsavíkur í morgun með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka. Skipið var smíðað árið 2011 og hét áður Baltic Carrier. Það siglir undir fána Antigua og Barbuda og heimahöfnin er Saint John´s. Skipið er 107 metra langt og 18 metra langt og … Halda áfram að lesa NPB Carrier við Bökugarðinn

Akureyrin EA 10

1369. Akureyrin EA 10 ex Guðsteinn GK 140. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér koma myndir af Akureyrinni EA 10 sem síðar varð EA 110 en upphaflega Guðsteinn GK 140. Skipið var smíðað í Póllandi 1974 fyrir Samherja hf. í Grindavík. Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson kaupa nær allt hlutafé í Samherja hf. … Halda áfram að lesa Akureyrin EA 10

Smíði á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Smíðin á Vestmannaey gengur samkvæmt áætlun. Ljósm. Guðmundur Alfreðsson Smíðin á Vestmannaeyjarskipunum Vestmannaey og Bergey í Aukra í Noregi gengur samkvæmt áætlun, en skipin eru hluti af sjö skipa raðsmíðaverkefni sem íslensk útgerðarfyrirtæki sömdu um við fyrirtækið Vard.  Á heimasíðu Síldarvinnskunnar hf. segir að gert sé ráð fyrir að Vestmannaey verði afhent útgerðarfélaginu Bergi-Hugin, dótturfélagi … Halda áfram að lesa Smíði á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Mardís ÞH 151

6425. Mardís ÞH 151. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Mardís ÞH 151 er hér undir krananum á Húsavík rétt fyrir 1990 að mig minnir. Greinilega lagt upp hjá Fiskabergi þá vertíð. Mardísin var sjósett á Húsavík í marsmánuði 1983 og birtist eftirfarandi frétt í Tímanum þann 15. mars: Nýr rúmlega sex tonna trillubátur - Mardís ÞH 151- … Halda áfram að lesa Mardís ÞH 151

Vörður ÞH 44 kominn um borð í Jumbo Jubilee

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Gjögur hf. 2019. Hér er verið að hífa Vörð ÞH 44 um borð í flutningaskipið Jumbo Jubille í nótt austur í Víetnam. Skip þetta mun flytja Vörð ÞH 44 til Noregs og með í för verða Áskell ÞH 48, Steinunn SF 10 og Þinganes SF 25. Þessi skip eru hluti … Halda áfram að lesa Vörður ÞH 44 kominn um borð í Jumbo Jubilee