Akureyrin EA 10

1369. Akureyrin EA 10 ex Guðsteinn GK 140. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér koma myndir af Akureyrinni EA 10 sem síðar varð EA 110 en upphaflega Guðsteinn GK 140.

Skipið var smíðað í Póllandi 1974 fyrir Samherja hf. í Grindavík. Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson kaupa nær allt hlutafé í Samherja hf. 1983 og flytja aðsetur félagsins til Akureyrar.

Guðsteini GK 140 var breytt í frystiskip sem hlaut nafnið Akureyrin EA 10. Skipið var lengt og hækkað 1995 og varð við það tæpir 72 metrar að lengd og 1.318 brúttótonn.

Þegar nýsmíðin Baldvin Þorsteinsson kom inn í flota Samherja 1992 sem EA 10 fékk Akureyrin EA 110.

Akureyrin EA 110 kom úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Samherja hf. september 2002 en þá hafði skipið verið selt til dótturfélags Samherja í Skotlandi. Þar fékk það nafnið Norma Mary H 110. Heimild: samherji.is

Undanfarin ár hefur gamla Akureyrin EA 10 verið þjónustuskip við flota Kötlu Seafood við Afríkustrendur.

1369. Akureyrin EA 110 ex Akureyrin EA 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s