Mardís ÞH 151

6425. Mardís ÞH 151. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Mardís ÞH 151 er hér undir krananum á Húsavík rétt fyrir 1990 að mig minnir. Greinilega lagt upp hjá Fiskabergi þá vertíð.

Mardísin var sjósett á Húsavík í marsmánuði 1983 og birtist eftirfarandi frétt í Tímanum þann 15. mars:

Nýr rúmlega sex tonna trillubátur – Mardís ÞH 151- var sjósettur á Húsavík fyrir nokkrum dögum. Eigandi bátsins er Árni Sigurðsson, húsasmiður að mennt en trillukarl að atvinnu sem smíðað hefur bátinn að töluverðu leyti sjálfur.

„Askjan (bolurinn) er smíðuð á Akureyri hjá Birgi Þórhallssyni bátasmið, þar sem við unnum 3 að smíðinni. Ég kom svo með öskjuna hérna austur til Húsavíkur haustið 1981 og fékk þá hvergi inni með hana, svo ég reisti plasthús yfir hana hér. Þar gekk ég síðan frá allri yfirbyggingunni – borðstokkum, stýrishúsi og lúkar. Alls er ég búin að vinna við bátinn svona 6-7 mánuði hérna fyrir austan, þ.e. yfir dauða tímann sitt hvoru megin við áramótin. En ég átti aðra trillu og hef þess utan“, sagði Árni er við náðum tali af honum nú í vikunni. Raunar kom fram, að Árni eignaðist hina trilluna á sama hátt fyrir um 5 árum síðan.

Spurður hvort hann fengi bátinn ódýrari með þessum hætti kvaðst Árni skaffa sjálfum sér vinnu með þessu á dauðum tíma og auk þess sem gaman sé að standa í þessu. „En þetta er mjög dýrt, jafnvel þótt maður vinni þetta sjálfur,“ sagði Árni.

Árni kvað smávegis vinnu eftir við að ganga frá rafmagninu í bátnum, en að öðru leyti sé hann tilbúinn. Hann vonast til að hefja róðra á Mardísi fljótlega, enda sé fiskiríið frekar að glæðast þar fyrir norðan.

Árið 2003 eignast Uggi fiskverkun ehf. á Húsavík Mardísina og ári síðar er Baldur Sigtryggsson skráður eigandi og báturinn kominn í núllflokk á Fiskistofu.

5425. Mardís ÞH 151. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Mardís ÞH 151 var afskráð 31. maí 2007.

6425. Mardís ÞH 151. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Mardís ÞH 151 kemur að bryggju undir stjórn Árna Sigurðssonar og Gunnar Hvanndal klár með endann.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s