Hulda ÍS 448

1892. Hulda ÍS 448. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rækjubáturinn Hulda ÍS 448 frá Ísafirði er hér á togslóðinni úti fyrir Norðurlandi árið 1989 að mig minnir.

Hulda ÍS 448 var smíðuð í Svíþjóð fyrir Arnór Sigurðsson skipstjóra og útgerðarmann á Ísafirði.

Í 12. tbl. Ægis 1988 segir m.a svo frá:

Nýtt frambyggt stálfiskiskip, m/s Hulda ÍS 448, kom til heimahafnar sinnar, Ísafjarðar, 27. maí s. l.

Skipið er smíðað hjá Karlstadsverken AB, Karlstad í Svíþjóð, smíðanúmer 8 hjá stöðinni, en er hannað af Vik & Sandvik A/S í Noregi. Smíði á skrokk fór fram hjá Wermia Industri AB, í Åmål.

Hulda ÍS kemur í stað 29 rúmlesta eikarbáts, smíðaður árið 1956 í Danmörku, sem bar nafnið Tjaldur ÍS og fórst í desember 1986. Hulda ÍS er sérstaklega búin til togveiða með áherslu á rækjuveiðar.

Eigandi Huldu ÍS er Arnór Sigurðsson, sem jafnframt er skipstjóri á skipinu.

Hulda ÍS 448 var 18,60 metra löng, 6 metra breið og mældist 53 brl. að stærð.

Eldhamar hf. í Grindavík keypti Huldu ÍS 448 haustið 1990 og fékk báturinn nafnið Eldhamar GK 13.

Um ári síðar strandaði báturinn við Hópsnestá og eyðilagðist. Fimm menn fórust en einn bjargaðist í þessu hörmulega sjóslysi. Eldhamar GK 13 hafði verið lengdur það sama ár í Póllandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

2 athugasemdir á “Hulda ÍS 448

  1. Þetta var afar sorglegt slys þegar Eldhamar GK fór upp í Hópsnesið, blessuð sé minning og guð geymi þessa elsku sjómenn. kv.AE.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s