
Hreiðar Olgeirsson skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44 tók þessa mynd af Geira Péturs ÞH 344 á vetrarvertíð á Breiðafirði.
Geiri Péturs ÞH 344 var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1971 og hét upphaflega Sigurbergur GK 212.
Korri h/f á Húsavík keypti Sigurberg GK 212 í upphafi árs 1980 og birtist þá eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu:
Nýtt fiskiskip sem hefur hlotið nafnið Geiri Péturs, hefur bæst í fiskiskipaflota Húsavíkur. Skipið er 138 lestir og keypt frá Hafnarfirði.
Það hét áður Sigurbergur, en kaupandinn er útgerðarfélagið Korri á Húsavík. Skipstjóri verður Sigurður Olgeirsson og vélstjóri Agnar Harðarson. Skipið fer á línuveiðar í mánaðarlokin.
Árið 1987 höfðu Korri h/f og Njáll h/f í Garði skipaskipti, Geiri Péturs ÞH 344 fór í Garðinn og fékk nafnið Una í Garði GK 100. Á móti fékk Korri h/f Sigurð Bjarnason GK 100 sem var úreltur og rúmmetrarnir notaðir í kaup á nýjum Geira Péturs ÞH 344 sem keyptur var frá Noregi.
Una í Garði GK 100 fórst norður af Skagafirði aðfaranótt þriðjudagsins 17. júlí árið 2001 og með henni tveir menn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Fín mynd af Geira Péturs.
Líkar viðLíkar við