Oddur á Nesi orðinn Geirfugl

2500. Oddur á Nesi SI 76 nú Geirfugl GK 66. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Línubáturinn Oddur á Nesi ÓF 176 er samkvæmt vef Fiskistofu búinn að fá nafnið Geirfugl GK 66 og er í eigu Stakkavíkur ehf. í Grindavík.

Jói Brands GK 517 sem Stakkavík ehf. átti hefur farið hina leiðina og heitir í dag Oddur á Nesi ÓF 176.

Geirfugl GK 66, sem hefur verið að róa frá Skagaströnd að undanörnu, hét upphaflega Ósk KE 5. Hann var smíðaður hjá Seiglu ehf. í Reykjavík árið 2004 og er af gerðinni Seigur 1400. Hann er 14 metra langur, 4,20 á breidd og mælist 25 BT að stærð.

Báturinn er ekki ókunnur Grindvíkingum því bæði hefur Stakkavík ehf. átt hann áður og eins hét hann Árni í Teigi GK 1 árin 2005-2012.

Annars er nafnarunan svona: Ósk KE 5, Frosti II KE 230, Árni í Teigi GK1, Pálína Ágústsdóttir GK 1, Reynir GK 666, Guðbjörg GK 666, Hulda HF 27, Oddur á Nesi SI 76, Oddur á Nesi ÓF 176 og loks Geirfugl GK 66.

Báturinn var yfirbyggður hjá Siglufjarðar-Seig árið 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s