Þorsteinn VE 18 kemur að landi í Eyjum

2157. Þorsteinn VE 18 ex Margrét ÞH 55. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. þó nokkrir smábátar eru gerðir út frá Vestmannaeyjum um þessar mundir og á þessum myndum er línubáturinn Þorsteinn VE 18 að koma að landi í gær. 2157. Þorsteinn VE 18 kemur að bryggju þar sem 2342. Víkurröst VE 70 var fyrir. Ljósmynd Hólmgeir … Halda áfram að lesa Þorsteinn VE 18 kemur að landi í Eyjum

Lance T-83-T við bryggju í Reykjavík

Lance T-83-T. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019. Norska rannsóknar- og eftirlitsskipið Lance T-83-T, sem verið hefur að undnaförnu í skveringu hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík, liggur hér nýmálað við bryggju. Það má lesa aðeins um skipið og útgerð þess á Kvótinn.is en þar segir m.a að um sögufrægt skip sé að ræða. Það var smíðað 1978 sem … Halda áfram að lesa Lance T-83-T við bryggju í Reykjavík

Dragnótabátar koma til hafnar á Húsavík

1420. Kristey ÞH 25 og 586. Aron ÞH 105. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Kristey ÞH 25 og Aron ÞH 105 koma hér til hafnar á Húsavík eftir dragnótaróður á Skjálfanda. Þetta var árunum 1992-3 gæti ég haldið. Kristey ÞH 25 hét áður Kristbjörg ÞH 44, smíðuð fyrir Korra h/f á Húsavík í Skipavík í Stykkishólmi árið … Halda áfram að lesa Dragnótabátar koma til hafnar á Húsavík

Bergey VE 544

2744. Bergey VE 544. Ljósmynd Hólmgeir Austförð 2019. Hér koma myndir af Bergey VE 544 koma inn til Eyja í brælunnu sl. mánudag. Ljósmyndari sem fyrr Hólmgeir Austfjörð. 2744. Bergey VE 544. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Á heimasíðu Síldarvinnslunar hf. sagði í gær að segja mætti að dagróðrafyrirkomulag ríkti hjá skipum Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum um … Halda áfram að lesa Bergey VE 544