Drangavík VE 80

2048. Drangavík VE 80 ex Drangavík VE 555. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Drangavík VE 80 sem sést hér á toginu hét upphaflega Æskan SF 140.

Æskan var eitt fjögurra togskipa sem smíðu voru í Aveiro í Portúgal fyrir íslenskar útgerðir í upp úr 1990.

Fyrst kom Haukafell SF 111 í júlí 1990 en var síðar selt til Noregs, þá Þinganes SF 25 (nú ÁR 25) í febrúar 1991 og Æskan SF 140 sem kom í mars 1991. Eyborg EA 59 kom síðust til landsins eða í apríl 1994.

Æskan SF 140 var seld til Vestmannaeyja 1992 og fékk nafnið Drangavík VE 55. Síðar VE 80 eftir að Vinnslustöðin eignaðist skipið 1994.

Drangavík VE 80 fór til Póllands í breytingar árið 2008 og kom heim á annan dag jóla það ár. Breytingarnar fólust m.a í um 3 metra lenginu, skipt var um brú sem var sett á nýtt dekk, og byggt yfir síðuna.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Pioner við Bökugarðinn

Pioner við Bökugarðinn í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Rússneska flutningaskipið Pioner kom til Húsavíkur snemma í morgun með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.

Pioner kom hingað fyrir tæpu ári og þá skrifaði ég:

Skipið var smíðað 1997 og er með heimahöfn í  Arkhangelsk. Lengd þess er 103 metrar og breiddin 16 metrar. Skráð 3893 GT að stærð. Hefur áður heitið nöfnunum Aukse, Torm Aukse, Aukse og Blue Spirit.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.