Bergey VE 544

2744. Bergey VE 544. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Bergey VE 544 kom inn til löndunar í Vestmannaeyjum í morgun og tók Hólmgeir Austfjörð þessa myndasyrpu sem nú birtist.

2744. Bergey VE 544. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Bergey VE 544 er annað tveggja systurskipa Bergs-Hugins ehf. í Vestmannaeyjum sem smíðuð voru í Póllandi árið 2007. Hitt er Vestmannaey VE 444.

2744. Bergey VE 544. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Bergey VE 544 og Vestmannaey VE 444 verða leystar af hólmi á þessu ári með nýjum skipum sem eru í smíðum fyrir Berg-Huginn ehf., dótturfélag Síldarvinnlunnar hf. í Neskaupstað.

2744. Bergey VE 544. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Bergey VE 544 og Vestmannaey 444 eru 29 metra löng togskip og mælast 291 brl. /486 BT að stærð. Systurskip þeirra eru Dala-Rafn VE 508 og Vörður EA 748.

2744. Bergey VE 544. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Það var fallegt veður í Vestmannaeyjum að morgni 23. janúar 2019 þegar Bergey VE 544 kom að landi. 46 ár síðan Vestmannaeyjagosið hófst.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Kristján HF 100

2961. Kristján HF 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Kristján HF 100 er yfirbyggður Cleopatra 46B beitningavélarbátur frá Trefjum sem Útgerðarfélagið Kambur ehf. fékk afhentan sl. sumar.

2961. Kristján HF 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Báturinn er 14 metrar á lengd og mælist 30 brúttótonn og leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með sama nafni. Skipstjórar á bátnum eru Atli Freyr Kjartansson og Sverrir Þór Jónsson. Framkvæmdastjóri Kambs er Hinrik Kristjánsson.

2961. Kristján HF 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.
2961. Kristján HF 100 í Hafnarfjarðarhöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.