Um borð í Ottó N

Um borð í Ottó N Þorlákssyni VE 5 í janúar 2019. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð.

Það er vetrarlegt um að lítast þessa dagana og það á líka við út á miðunum þar sem sjómennirnir okkar draga björg í bú.

Þessar myndir sem hér birtast tók Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5 frá Vestmannaeyjum um borð í togaranum sl. sólarhring.

Um borð í Ottó N Þorlákssyni VE 5 í janúar 2019. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð.
Um borð í Ottó N Þorlákssyni VE 5 í janúar 2019. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Náttfari RE 59

1652. Náttfari RE 59 ex Álsey VE 502. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Náttfari RE 59 lætur hér úr höfn á Húsavík vorið 2003 en Pétur Jónsson ehf. gerði hann út á úthafsrækju um tíma.

Upphaflega Halkion VE 105, smíðaður í Gdansk í Póllandi 1984. Síðar varð hann Álsey VE 502, þá Náttfari RE 59 og að lokum Baldur Karlsson ÁR 6. Seldur úr landi árið 2005.

1652. Náttfari RE 59 ex Álsey VE 502. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.