Sigurvin GK 43

1943. Sigurvin GK 61 ex Stakkavík GK 61. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sigurvin GK 61 kemur hér að landi í Grindavík um árið en báturinn hét upphaflega Guðlaug Lárusdóttir RE 310.

Guðlaug Lárusdóttir RE 310 var smíðuð árið 1988 í Aqua Star bátasmiðjunni í Guernesey á Englandi.

Árið 1995 er báturinn kominn í eigu Stakkavíkur í Grindavík og fær nafnið Stakkavík GK 61.

1943. Stakkavík GK 61 ex Guðlaug Lárusdóttir RE 310. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Í lok árs 1998 fær báturinn nafnið Sigurvin GK 61.

1943. Sigurvin GK 61 ex Stakkavík GK 61. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Árið 2001 var hann skutlengdur en í janúar 2004 var Sigurvin GK 61 á leið inn innsliglinguna til Grindavíkur þegar honum hvolfdi skyndilega og rak síðan upp í brimgarð. Tveggja manna áhöfn hans bjargaðist.

Síðan þá hefur Sigurvin GK 61 staðið á athafnasvæði Sólplast ehf. í Sandgerði en samkvæmt vef Fiskistofu heitir báturinn Sólborg 1 GK 61.

1943. Sigurvin GK 62 ex Stakkavík GK 61. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Héðinn Magnússon ÞH 17

1354. Héðinn Magnússon ÞH 17 ex Viðar ÞH 17. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Héðinn Magnússon ÞH 17 hét upphaflega Múli ÓF 5 og var smíðaður hjá Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri og afhentur 1974.

Múli átti síðan eftir að bera nöfnin Fiskanes NS, Faxavík GK, Harpa II GK, Skálavík SH, Guðbjörg Ósk VE, Guðbjörg Ósk SH, Viðar ÞH, Héðinn Magnússon ÞH og HF, Héðinn HF og loksins Hildur sem hann ber í dag sem skonnorta Norðursiglingar á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.