Brúarfoss

Brúarfoss á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Brúarfoss siglir hér inn Skjálfandaflóa í febrúarmánuði 2017.

Brúarfoss var smíðaður 1992 og er 126,6 metra langur og 20,5 metra breiður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Áramótakveðja Skipamynda.com

1105. Reynir GK 177 á brennu Húsvíkinga árið 2007. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skipamyndir.com óskar öllum þeim sem sækja síðuna heim gleðilegs nýs árs með þökk fyrir innlitið á því gamla sem nú er liðið í aldanna skaut.

Meðfylgjandi mynd var tekin á Gamlárskvöld árið 2007 við brennu Húsvíkinga sem var nokkuð vegleg það árið.

Þarna er að brenna skrokkur 50 brl. báts sem smíðaður var í Skipavík í Stykkishólmi árið 1970 og hét upphaflega Jón Helgason ÁR 12.

Báturinn, sem hét þegar þarna var komið við sögu Reynir GK 177, hafði staðið uppi í dráttarbrautinni á Húsavík í rúmlega fimm ár eftir að hann skemmdist við ásiglingu á brimvarnargarð sem var í byggingu, svokallaðan Bökugarð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.