Björn EA 220

2655. Björn EA 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Björn EA 220 úr Grímsey er hér á siglingu við Svalbarðseyri þann 5. apríl árið 2007.

Henning Jóhannesson og synir hans, Jóhannes og Sigurður, létu smíða Björn EA 220 árið 2005 og kom hann til heimahafnar í Grímsey í aprílmánuði það ár.

Björn EA 220 er af gerðinni Cleóptara 38 frá Trefjum. Hann er 11,62 metrar að lengd, 3,74 metrar á breidd og mælist 11,49 brl./14,47 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.