Erling KE 140

1016.Erling KE 140 ex Sigurður Pálmason HU 333. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér sjáum við þá þrjá báta Saltvers ehf. í Reykjanesbæ sem borið hafa nafnið Erling og verið KE 140.

Saga bátanna mun ekki koma ítarlega fram hér að sinni en á efstu myndinni er sá sem bar KE 140 fyrstur af Erlingunum þrem. Þessi hét upphaflega Sigurbjörg ÓF 1 og var smíðaður í Slippstöðinni á AKureyri 1966.

Hét síðar Pálmi BA 30, Fylkir NK 102, Sigurður Pálmason HU 333, Erling KE 140 og að lokum Keilir GK 140. Seldur úr landi snemma árs 1995. 

120. Erling KE 140 ex Höfrungur II GK 27. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sá næsti var upphaflega Höfrungur II AK 150 á íslenskri skipaskrá en hann var keyptur til landsins 1960. Síðar Höfrungur II GK 27, Erling KE 140, Kambaröst SU 200 og loks Kambaröst RE 120. Rifinn í Hafnarfirði 2010. Báturinn var smíðaður í Avalsnes í Noregi 1957 og hét Sangolt.

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Núverandi Erling KE 140 var smíðaður í Noregi 1964 og hét upphaflega Akurey RE 6. Síðar Skírnir AK 16, Barðinn GK 375, GK 187 og GK 12, Júlli Dan GK 197, ÞH 364 og ÍS 19. Óli á Stað GK 4 og loks Erling KE 140.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s