Sæborg ÞH 55

2069. Sæborg ÞH 55 ex Ólöf Ásdís SI 24. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Sæborg þessi sem hér sést var gerð út af Hraunútgerðinni á Húsavík um tíma en upphaflega hét hún Ólafur HF 251. Smíðaður 1990 hjá Mótun í Hafnarfirði.

Sæborg ÞH 55 var keypt til Húsavíkur árið 2009 frá Siglufirði þar sem hún hét Ásdís Ólöf SI 24 og hafði verið þar síðan árið 2005.

Í febrúar árið 2010 var hún orðin Sæborg SU 400 og gerð út af Sóla ehf. á Breiðdalsvík.

Vorið 2015 er báturinn aftur kominn í Fjallabyggð og heitir Blíðfari ÓF 70 með heimahöfn á Ólafsfirði. Útgerð Gronni ehf. er eigandi bátsins.

2069. Sæborg ÞH 55 ex Ásdís Ólöf SI 24. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Skálaberg ÞH 244

923. Skálaberg ÞH 244 ex Sigurður Þorkelsson ÍS 200. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987.

Skálaberg ÞH 244 er hér á siglingu á Skjálfandaflóa í júlímánuði 1987. Báturinn sigldi til móts við nýjan Geira Péturs ÞH 344 sem var að koma frá Noregi.

Eftirfarandi skrifaði ég árið 2006: Báturinn var smíðaður árið 1957 í Danmörku fyrir Sigvalda Þorleifsson h/f í Ólafsfirði og hét Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36.

Hann er seldur 1967 til Grindavíkur þar sem hann fær nafnið Ásmundur GK 30. 1967 er hann seldur Græði h/f í Bolungarvík og nefndur Flosi ÍS 15. 1971 er báturinn seldur Sólbergi h/f í Keflavík og fékk nafnið Sólrún KE 61. 1972 kaupir Valdimar h/f í Keflavík bátinn sem fær nafnið Símon Gíslason KE 155.

Skipasmíðastöð Njarðvíkur h/f kaupir bátinn 1974 og er hann þar til ársins 1985 að hann er seldur til Ísafjarðar. Kaupandinn er Helgi Geirmundsson sem nefnir bátinn Sigurð Þorkelsson ÍS 200. Þegar hér er komið við sögu er búið að endurbyggja bátinnn, hann orðinn frambyggður og alls ólíkur þeim báti sem hann var í upphafi.

Árið 1985, um haustið, kaupa Aðalgeir og Egil Olgeirssynir á Húsavík bátinn sen fær nafnið Skálaberg ÞH 244.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.