Þorsteinn GK 16

145. Þorsteinn GK 16 ex Kópur GK 175. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þorsteinn GK 16 leggur hér úr höfn á Húsavík áleiðis á rækjumiðin úti fyrir Norðurlandi

Þorsteinn hét upphaflega Lómur KE 101 og var smíðaður í Molde í Noregi 1963 fyrir Brynjólf hf. í Keflavík. Báturinn var 202 brl. að stærð og búinn 660 hestafla Lister aðalvél. Hann var endurmældur 1969 og varð við það 178 brl.

Haustið 1973 kaupir Kópanes hf. í Reykjavík bátinn og fær hann nafnið Kópur RE 175. Í ársbyrjun 1977 kaupa Guðmundur Þortseinsson og Jóhannes Jónsson í Grindavík bátinn sem heldur nafninu en verður GK 175. 1979 var skipt um aðalvél, 720 hestafla Mirrless Blackstone kom í stað Listersins.

1980 er skráður eigandi að bátnum Hóp hf. og hann fær nafnið Þorsteinn GK 16 sem hann bar þar til yfir lauk.

Eins og menn vita sem áhuga hafa á bátum fékk Þorsteinn netin í skrúfuna undan Krýsuvíkurbjargi þann 10. mars 1997. Hann varð við það vélavana og rak upp í bergið eftir að akkerisfestar hans höfðu slitnað, en ekki tókst að koma aðalvélinni í gang. 

Áður en báturinn strandaði hafði þyrla Landhelgisgæslunnar bjargað tíu manna áhöfn hans. Veðrið var slæmt og Þorsteinn fylltist af sjó eftir að hann strandaði og valt síðan á hliðina. Ægir konungur var síðan ekki lengi að eyðileggja flakið þar sem það lá óvarið fyrir ágangi sjávar.

Þorsteinn GK hafði verið yfirbyggður 1985 auk þess sem skipt hafði verið um brú á honum. Áður en hann var yfirbyggður að fullu var hann hálf yfirbyggður eins og svo margir Grindavíkurbátar voru.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s