Guðbjörg ÍS 14

TFUV. Guðbjörg ÍS 14. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Guðbjörg ÍS 14 var smíðuð árið 1956 á Ísafirði fyrir Hrönn h/f þar í bæ og var 47 brl. að stærð.

Frá nóvembermánuði 1959 hét báturinn Guðbjörg ÍS 46 og síðar Hrönn ÍS 46.

Sumarið 1963 kaupir Karl Karlsson í Þorlákshöfn Hrönn ÍS 46 sem varð ÁR 21.

Útgerð Hrannar ÁR 21 varð ekki löng því í janúar 1964 rak bátinn á land við Þorlákshöfn og eyðilagðist.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Særif SH 25

2822. Særif SH 25 ex Hálfdán Einarsson ÍS 128. Ljósmynd Alfons Finnsson 2015.

Særif SH 25 hét upphaflega Hrólfur Einarsson ÍS 255 og var í eigu Völusteins ehf. í Bolungarvík.

Hrólfur Einarsson ÍS 255 var smíðaður árið 2012 hjá Trefjum í Hafnarfirði. Eftir að báturinn var lengdur um þrjá metra árið 2013 fékk hann nafnið Hálfdán Einarsson ÍS 128.

2015 er báturinn seldur Melnesi ehf. á Hellisandi og fær nafnið Særif SH 25.

Alfons tók þessa mynd þegar bátur kom til heimahafnar í fyrsta skipti og með því að smella á hana er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Þorsteinn EA 810

1903. Þorsteinn EA 810 ex Helga II RE 373. Ljósmynd Pétur Helgi Pétursson.

Að þessu sinni birtast tvær myndir af Þorsteini EA 810 með nótina á síðunni. Teknar af Pétri Helga Péturssyni sem var skipverji á Björgu Jónsdóttur ÞH 321 þegar hann tók myndirnar.

Þorsteinn EA 810 hét upphaflega Helga II RE 373 og var smíðuð í Ulsteinvik í Noregi árið 1988 fyrir Ingimund hf. í Reykjavík.

Samherji hf. keypti Helgu II sumarið 1995 en hún var tæplega 800 brúttórúmlestir að stærð. Skipið var 52 metrar að lengd og 12,5 metrar að breidd og búið 4 þúsund hestafla aðalvél.

1903. Þorsteinn EA 810 ex Helga II RE 373. Ljósmynd Pétur Helgi Pétursson.

Helga II RE 373 fékk nafnið Þorsteinn EA 810.

Í lok janúar árið 2001 kom Þorsteinn EA 810 til heimahafnar á Akureyri eftir umfangsmiklar breytingar í Póllandi. Skipið var lengt um 18 metra, stýrishús var fært fram um 11 metra, sett var 1.500 hestafla ljósavél um borð, auk ýmissa annarra breytinga. Með breytingunum jókst burðargeta Þorsteins EA um 75% og gat skipið nú borið um 2.000 

Á haustmánuðum árið 2003 var Þorsteinn EA 810 seldur til Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. þar sem hann hélt nafni sínu en varð ÞH 360.

Árið 2008 er Ísfélag Vestmannaeyja hf. orðinn eigandi að H.Þ og árið 2014 er Þorsteinn ÞH 360 seldur til grænlands þar sem hann fékk nafnið Tuneq GR-6-40.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.