Frosti HF 320

6190. Frosti HF 320. Ljósmynd Alfons Finsson.

Frosti HF 320, eða Sálin eins og Fonsi kallar hann, kemur hér að landi í Ólafsvík.

Frosti HF 320 var smíðaður úr furu og eik af Eyjólfi Einarssyni skipasmíðameistara í Hafnarfirði árið 1981 fyrir Viðar Sæmundsson þar í bæ.

Frosti er 9,35 m. að lengd, breiddin er 2,83 m og mælist hann 7,9 brl. að stærð. Aðavélin er 63 hestafla Volvo Penta frá árinu 1985.

Núverandi eigandi er Hugarró ehf. en að þeirri útgerð stendur Ástgeir Finnsson og er róið frá Ólafsvík. Alfons bróðir Ástgeirs hefur róið töluvert á bátnum og segir hann að alveg listasjóskip með mikla sál.

Hér má lesa smá fróðleik um Frosta HF 320 sem Ríkarður Ríkarðsson tók saman árið 2011.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Hera ÞH 60

67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2014.

Hera ÞH 60 er hér að koma til hafnar á Húsavík í aprílmánuði árið 2014 eftir að hafa verið í slipp á Akureyri.

Hera ÞH 60, er 229 brúttótonna stálbátur, smíðaður í Noregi 1962 og hét upphaflega Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 frá Ísafirði en lengst af Hafberg GK 377 frá Grindavík.

Hera ÞH 60 var keypt frá Blönduósi árið 2008 en þar hét báturinn Óli Hall HU 14.

Sólberg ehf. á Ísafirði keypti Heru ÞH 60 árið 2016 en þá hafði hún legið vélarvana í Húsavíkurhöfn sl. tvö ár (síðasta löndun í september 2014).

Síðan þá hefur hún legið í Ísafjarðarhöfn eftir að annað skip fyrirtækisins, Ísborg ÍS 250, dró hana vestur.

67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2014.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.