Ólafur Bjarnason SH 137

1304. Ólafur Bjarnason SH 137. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Ólafur Bjarnason SH 137 var smíðaður hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi árið 1973.

Það var Valafell hf. í Ólafsvík sem lét smíða bátinn og hefur átt hann og gert út alla tíð.

Báturinn var skutlengdur um árið og þá hefur verið byggt yfir hann og skipt um brú. Mælist hann 113 brl. að stærð en upphaflega var hann 104 brl. að stærð.

Aðalvélin er 500 hestafla Alpha frá 1973.

1304. Ólafur Bjarnason SH 137. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Þórsnes SH 109

2936. Þórsnes SH 109 ex Veidar 1. Ljósmynd Óskar Franz 2017.

Þórsnes SH 109 kom til heimahafnar í Stykkishólmi í júnímánuði 2017 en það var keypt notað frá Noregi.

Þórsnesið er 880 brúttótonna línu- og netaskip. 43,3 metrar á lengd og 10,5 metrar á breidd.

Skipið var smíðað árið 1996 og er því mun yngra en gamla Þórsnesið sem það mun leysa af, það var smíðað árið 1964 og hét upphaflega Keflvíkingur KE 100.

Þórsnesið hét áður Veidar 1 M-76-G frá Álasundi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.