Halldóra HF 61

965. Halldóra HF 61 ex Helga III RE 67. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Halldóra HF 61 liggur hér við bryggju í Hafnarfirði vel hlaðinn eftir bolfisktúr.

Halldóra HF 61 var smíðuð í Ulsteinsvik í Noregi 1964 og hét upphaflega Ingiber Ólafsson II GK 135.

Síðar hét báturinn Ársæll KE 77, Ársæll KE 17, Jöfur KE 17, Helga III RE 67, Halldóra HF 61, Snarfari ÓF 25, Snarfari HF 66, Snarfari, Neves, Reynir HF og að lokum aftur Snarfari HF.

Fór í pottinn árið 2004.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Vestmannaey VE 444

2444. Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Í síðustu viku myndaði Hólmgeir Austfjörð togskipið Bergey VE 544 koma til hafnar í Vestmannaeyjum en í dag var það Vestmannaey VE 444 sem hann náði að fanga á kortið.

2444. Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Bergey VE 544 og Vestmannaey VE 444, sem smíðaðar voru árið 2007, verða leystar af hólmi á þessu ári með nýjum skipum sem eru í smíðum fyrir Berg-Huginn ehf., dótturfélag Síldarvinnlunnar hf. í Neskaupstað.

2444. Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Drangavík VE 80

2048. Drangavík VE 80 ex Drangavík VE 555. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Togbáturinn Drangavík VE 80 kom til löndunar í Vestmannaeyjum í morgun og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir þegar hún kom að.

2048. Drangavík VE 80 ex Drangavík VE 555. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Nýlega var umfjöllun um Drangavík hér á síðunni svo myndirnar verða látnar duga að Þessu sinni.

2048. Drangavík VE 80 ex Drangavík VE 555. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.