Haförn ÞH 26

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Haförn ÞH 26 kemur hér að landi á Húsavík þann 22. febrúar árið 2018.

Haförn ÞH 26 hét áður Þorstein BA 1 frá Patreksfirði og smíðaður var í Garðabær árið 1989.

Upphaflega Faxafell GK 110, því næst Blíðfari GK 275, Mundi SF 1 og Þorsteinn BA 1.

Báturinn, sem er búinn 450 hestafla aðalvél frá árinu 2001, var lengdur 1993 og mælist 71 brúttótonn (29,9 brúttórúmlestir) að stærð.

Uggi fiskverkun ehf. keypti bátinn til Húsavíkur haustið 2010.

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Sandfell með tæp 50 tonn milli jóla og nýars

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Þeir sóttu fast á Sandfellinu SU 75 á milli jóla og nýárs en farið var í fjóra róðra sem gáfu 47,5 tonn.

Heildarafli bátsins í desember varð með þessu 186 tonn.

Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar segir einnig að Ljósafell SU 70 hafi landað um 75 tonnum á Gamlársdag. Uppistaðan var þorskur hjá togaranum sem hélt aftur til veiða síðdegis í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Örvar SH 777

239. Örvar SH 777 ex Vestri BA 63. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Örvar SH 777 kom til Húsavíkur í nokkur skipti til löndunar haustið 2004 og tók ég þessa mynd er hann var að leggja upp í róður þann 28. september.

Upphaflega hét báturinn Fróðaklettur GK og var smíðaður hjá Ankerlökker Verft A/S í Florö í Noregi 1964. Hann mældist 251 brl. og var smíðaður fyrir Jón Gíslason s/f í Hafnarfirði.

Útgerðarfélag Skagfirðinga h/f á Sauðárkróki keypti bátinn árið 1968 og fékk hann nafnið Drangey SK 1.

Seldur Vestra h/f á Pareksfirði árið 1972 og þar fékk hann nafnið Vestri BA 63. Endurmældur það ár og varð við það 204 brl. að stærð.

Báturinn var yfirbyggður og skipt um brú 1986. Einnig endurmældu aftur og mælist þá 196 brl. að stærð.

Upphaflega var 660 hestafla Lister vél í bátnum en árið 1979 var sett Mirrleses Blackstone, einnig 660 hestöfl, í hann.

Hraðfrystuhús Hellisands hf. kaupir Vestra BA 63 og gefur honum nafnið Örvar SH 777 árið 1994. Fyrirtækið gerði hann út til ársins 2008 er nýr og stærri Örvar SH 777 leysti hann af hólmi.

Hann fékk nafnið Örvar II SH 177 um tíma en eftir það hét hann Kristbjörg og var ýmist HF 177, ÁR 177 eða ÍS 177.

Árið 2013 fékk hann nafnið Tjaldanes GK 525 og var það síðasta nafnið sem báturinn bar áður en hann fór utan til niðurrifs. Það var árið 2017.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Tjaldur II ÞH 294

1109. Tjaldur II ÞH 294 ex Ásborg BA 84. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Tjaldur II ÞH 294 hét upphaflega Neisti RE 58 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1970.

Seldur í árslok sama ár til Bolungarvíkur en báturinn heitir áfram Neisti en verður ÍS 218. 

Hann var í Bolungarvík fram yfir aldarmót en báturinn var seldur árið 2002 á Patreksfjörð. Þar sem hann fékk nafnið Ásborg BA 84. Báturinn er 15 brl. að stærð búinn 90 hestafla Kelvin aðalvél frá árinum 1993.

Það var árið 2009 sem báturinn fékk það nafn sem hann ber á myndinni og heimahöfn á Húsavík.

Árið 2015 var Tjaldur II ÞH 294 seldur til Suðureyrar þar sem hann fékk nafnið Saga ÍS 430. Undanfarin ár hefur báturinn verið gerður út frá Reykjavík á sjóstöng með ferðamenn.

1109. Tjaldur II ÞH 294 ex Ásborg BA 84. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Merkur á Húsavík

Merkur ex Carolyn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Flutningaskipið Merkur liggur hér við Bökugarðinn í marsmánuði árið 2012 og losar farm sinn á land.

Merkur, sem heitir í dag að ég held Merkur 1, var smíðað árið 1974. Það er 76 metra langt, 12 metra breitt og mælist 1.872 GT að stærð.

Hét upphaflega Dori Bres og bar það nafn til ársins 2006 er það fékk nafnið Carolyn.

Siglir að mér sýnist undir fána Moldovíu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Vilborg GK 320

2632. Vilborg GK 320 ex Eyrarberg GK 60. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013.

Vilborg Gk 320 kemur að landi í Grindavík á vetrarvertíðinni 2013.

Smíðuð hjá Spútnik Bátum ehf. á Akranesi árið 2005 og hét upphaflega Eyrarberg GK 60.

Hét síðar Vilborg ÍS 103 0g ÍS 170 en síðasta nafn hans á íslenskri skipaskrá var Guðný ÍS 170.

Seldur til Noregs að ég held fyrir 5-6 árum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri uppplausn.