Sigurður VE 15

2883. Sigurður VE 15. Ljósmynd Gundi 2015.

Um miðjan marsmánuð árið 2015 var Frosti ÞH 229 á útleið frá Grundarfirði og þá komst Gundi í tæri við Sigurð VE 15.

Hann tók þessar myndir af Sigurði sem Ísfélag Vestmannaeyja lét smíða í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi og kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum sumarið 2014.

„Sigurður VE er 80 metra langur og 17 metra breiður og er afar vel búinn til veiða á uppsjávarfiski s.s. loðnu, síld, makríl og kolmunna. Aðalvélin er 4.500 kW og kæligetan er 2×1.300.000 kcal/klst. 

Kælitankar skipsins eru 12 og eru samtals 2.970 rúmmetrar þannig að burðargeta skipsins er mikil og styður hún vel við öfluga landvinnslu félagsins í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn“. Fiskifréttir 14. júlí 2014.

2883. Sigurður VE 15. Ljósmynd Gundi 2015.
2883. Sigurður VE 15. Ljósmynd Gundi 2015.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær hærri upplausn.

Hringur SH 153

2685. Hringur SH 153 ex Marina Polaris. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Hringur SH 153 var keyptur til landsins frá frá Fraserburgh í Skotlandi og kom hann til heimahafnar í Grundarfirði á Gamlársdag 2005.

Hringur SH 153, sem er í eigu Guðmundar Runólfssonar hf, var smíðaður í Skotlandi árið 1997. Hann er 29 metra langur og 9,5 metra breiður og mælist 272 brl./481 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Galti ÞH 320

2385. Galti ÞH 320 ex Eydís HU 236. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Galti ÞH 320 hét upphaflega Guðrún Helga EA 85, Cleópatra 28 smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2000.

Galti ÞH 320 var keyptur frá Blönduósi árið 2009 en þar hét báturinn Eydís HU 236. Eydísarnafnið fékk hann þegar Eyfang ehf. í Hrísey keypti Guðrúnu Helgu EA 85 árið 2006.

Það var um mitt ár 2007 sem hann var keyptur á Blönduós af Skarfakletti ehf.

Galti ehf. á Húsavík seldi Hólmsteini Helgasyni ehf. bátinn vorið 2012 og fékk hann nafnið Bryndís ÞH 164.

Útgerðarfélagið Þytur á Sauðárkróki keypti Bryndísi ÞH 164 árið 2014 og hélt hún nafni sínu en er SK 8 í dag.

2385. Galti ÞH 320 ex Eydís HU 236. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010.

Galti ÞH 320 fór í breytingar til Siglufjarðar fyrir grásleppuvertíðina árið 2010 sem fólust m.a í því að byggt var yfir flotkassann á honum sem lengir dekkið á honum talsvert og gefur mun betra vinnupláss. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.