Hafursey VE 122

1416. Hafursey VE 122 ex Steinunn SF 107. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Hafursey VE 122 hét upphaflega Skarðsvík SH 205 og var í eigu samnefnds fyrirtækis á Hellisandi.

Hér má lesa sögu skipsins en það var árið 2009 sem Kópavík ehf. í Vestmannaeyjum keypti það frá Hornafirði og nefndi Hafursey VE 122.

Árið 2011 keypti Vísir hf. í Grindavík skipið og stóð það uppi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur um árabil undir nafninu Sævík GK 257.

Sumarið 2018 kom skipið heim eftir gagngerar breytingar í Póllandi og undir nýju nafni, Sighvatur GK 57.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Oddur BA 71

6609. Oddur BA 71 ex Oddur KÓ 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Oddur BA 71 var smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði árið 1985 og hét upphaflega Malli SK 100 frá Sauðárkróki.

Árið 1991 fékk hann nafnið Oddur SK 100 en þá einkennisstafi bar hann til ársins 2018 er hann fékk KÓ 7. KÓ 7 fékk svo að víkja fyrir BA 71 vorið 2019.

Það er Brekku Slakkinn ehf. sem á og gerir Odd BA 71 út en heimahöfn hans er Patreksfjörður.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution