Bárður við bryggju á Húsavík

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Enn og aftur er það Bárður SH 81 sem kemur fyrir augu þeirra er sækja síðuna heim en hér liggur hann við bryggju á Húsavík í gær.

Það er ekkert að því að birta myndir af Bárði enda virkilega fallegur bátur sem smíðaður var í Danmörku og kom í flotann í lok síðasta árs.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristinn ÞH 163

2661. Kristinn ÞH 163 ex Kópur HF 44. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Þær myndir sem nú birtast voru teknar í septembermánuði 2012 þegar Kristinn ÞH 163 kom til Húsavíkur í skverun og einnig þegar hann fór að henni lokinni.

Kristinn ÞH 163 er í eigu Hólmsteins Helgasonar ehf. á Raufarhöfn sem keypti hann nánast nýjan. Báturinn var smíðaður fyrir Kóp KE 8 ehf. hjá Bátagerðinni Samtak í Hafnarfirði árið 2006 og hét hann Kópur HF 44.

2661. Kópur HF 44. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Hólmsteinn Helgason ehf. keypti bátinn sem er af gerðinni Víkingur 1135, haustið 2006 og gaf honum nafnið Kristinn ÞH 163, heimahöfn Raufarhöfn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Arnar ÁR 55

1056. Arnar ÁR 55 ex Skálafell ÁR 155. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Arnar ÁR 55 frá Þorlákshöfn kom nokkrum sinnum til hafnar á Húsavík þegar hann stundaði rækjuveiðar árið 2012.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar í septembermánuði það ár, nánar tiltekið þann 14. september.

Arnar hét upphaflega Ísleifur ÁR 63 og var smíðaður í Noregi árið 1967. Hann var yfirbyggður árið 1977.

Í Tímanum 11. nóvember 1967 sagði svo frá:

Nýr bátur bættist í flotann hér í Vestmannaeyjum í vikunni. heitir hann Ísleifur VE 63.

Eigandi er Ársæll Sveinsson, útgerðarmðaur. Báturinn er smíðaður í Skaalurens Skipbyggeri í Rorenda, í Noregi Er þetta sjötti báturinn sem sú skipasmíðastöð byggir fyrir Íslendinga. 

Ísleifur er um 300 brúttotonn að stærð. Lengdin er 37,54 metrar og mesta breidd 7,32 metrar Aðalvélin er 660 hestafla af Stork gerð. Skipstjóri á bátnum er Gunnar Jónsson. Verið er að búa Ísleif á síldveiðar.

Haukur Valdimar sendi miða:

1056….Ísleifur VE 63… TF-RL.Skipasmíðastöð: Skaalurens Skibsbyggeri. Rosendal. 1967 Lengd: 38,12. Breidd: 7,35. Dýpt: 3,44. Brúttó: 239. U-þilfari: 199. Nettó: 86.Mótor 1967 Stork 485 kw. 660 hö. Ný vél 1990 Caterpillar 671 kw. 912 hö.

Ísleifur VE 63. Útg: Ársæll Sveinsson. Vestmannaeyjum. (1967 – 1973). Ísleifur VE 63. Útg: Ársæll Sveinsson. Db. Vestmannaeyjum. (1973 – 1975). Ísleifur VE 63. Útg: Leifur Ársælsson o.fl. Vestmannaeyjum.(1975 – 1977).Ísleifur VE 63. Útg: Ísleifur s.f. Vestmannaeyjum. (1977 – 1982). Dalaröst ÁR 63. Útg: Glettingur h.f. Þorlákshöfn. (1982 – 1983). Ásgeir Torfason ÍS 96. Útg: Alda h.f. Flateyri. (1983 – 1986).

Þorleifur Guðjónsson ÁR 350. Útg: Alda h.f. Þorlákshöfn. (1986 – 1990). Skálafell ÁR 155. Útg: Glettingur h.f. Þorlákshöfn. (1990 – 1992). Arnar ÁR 55. Útg: Auðbjörg h.f. Þorlákshöfn. (1992 – 1997).Arnar ÁR 55. Útg: Auðbjörg ehf. Þorlákshöfn. (1997 – 2017).

Arnar ÁR fer í pottinn ásamt 1014 Ársæl í ágúst 2017.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution