Eskey SF 54

7473. Eskey SF 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Þessar myndir af Eskey SF 54 voru teknar í júlímánuði árið 2004 þegar báturinn kom að landi á Höfn í Hornafirði.

Báturinn, sem er Sómi 800, var smíðaður árið 1998 í Bátasmiðju Guðmundar fyrir samnefnt útgerðarfyrirtæki á Höfn.

Báturinn var SF 45 um tíma árin 2003-2004 en síðan aftur SF 54.

Hann var seldur til Grænlands árið 2007 en þá var hann í eigu Akrabergs ehf. sem í dag gerir út Eskey ÓF 80.

7473. Eskey SF 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bergey landaði á Djúpavogi

2964. Bergey VE 144. Ljósmynd Þór Jónsson 2020.

Bergey VE 144 landaði á Djúpavogi í dag og tók Þór Jónsson þessar myndir þegar hún lét úr höfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vörður kom að landi

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar tók þessar myndir á dögunum þegar Vörður ÞH 44 kom að landi í Grindavík eftir stuttan túr þar sem hann var mestmegnið að veiðum við Malarrifið og þar í kring.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution