Sigurvon RE 11

2161. Sigurvon RE 11 ex Sigurvon ÍS 260. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Jón Steinar tók þessar myndir af handfærabátnum Sigurvon RE 11 koma til hafnar í Grindavík í gær.

Báturinn hét upphaflega Hallvarður á Horni GK 111 og var smíðaður 1992 hjá Mótun í Hafnarfirði fyrir Hafstein Sæmundsson útgerðarmann í Grindavík.

Hefur í gegnum tíðina borið þessi nöfn: Hallvarður á Horni GK 111, ST 17 og ST 26. Hallvarður ÍS 430, Sigurvon ÍS 26 og ÍS 260 og svo núna núverandi nafn og skráningu.

Útgerð og eigandi Selvogsgrunn ehf. og heimahöfnin Reykjavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Húsavíkurhöfn í haustblíðu dagsins

Húsavík 10 október 2020. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Það var fallegt haustveður á Húsavík í dag en lítið um að vera við höfnina þegar þessar myndir voru teknar um miðjan daginn.

En njótum þeirra.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Emma VE 219

1664. Emma VE 219. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Emma VE 219, smíðuð í Póllandi fyrir samnefnt fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Nánar tiltekið hjá Tczew Yard í Tczew í Póllandi árið 1988.

Emma var 82 brl. að stærð búin 715 hestafla Caterpillar aðalvél.

Í 7. tbl. Ægis 1988 sagði m.a um Emmu:

Nýtt tveggja þilfara fiskiskip bættist við fiskiskipaflotann 10. maí s.l., en þann dag kom Emma VE 219 til heimahafnar sinnar, Vestmannaeyja. Skip þetta er smíðað hjá Tczew Yard í Tczew í Póllandi, smíðanúmer PR/0327, en er hannað af Ráðgarði hf., Reykjavík.

Emma VE kemur í stað 59 rúmlesta eikarbáts, smíðaður árið 1949, sem bar sama nafn og var úreltur árið 1986. Hin nýja Emma er sérstaklega búin til togveiða.

Emma VE er í eigu Emmu hf. í Vestmannaeyjum. Skipstjóri á skipinu er Kristján Óskarsson, og er hann jafnframt framkvæmdastjóri útgerðar, og yfirvélstjóri erArnór Valdimarsson.

Síðasta nafn bátsins á íslenskri skipaskrá var Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution