
Hér má sjá, og eða í, þrjú rauð fiskiskip í Húsavíkurhöfn um árið. Kristbjörg ÞH 44 er að koma að bryggju.
Júlíus Havsteen ÞH 1 er við bryggjuna og sést í stefni hans og brú. Í bakgrunni sést í Aldey ÞH 110 en hún liggur við Þvergarðinn sem jafnan var kallaður L-ið hér áður.
Að mati síðustjóra er floti landsmanna að verða full einlitur, það vantar fleiri fallega rauð skip 🙂 Þau eru helst að finna í Njarðvík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.