Hraunsvík á leið í róður

1907. Hraunsvík GK 75 ex ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Á þessum myndum Jóns Steinars er er Hraunsvík GK 75 á leið í róður út frá Grindavík í morgun en hún er á netum.

Hraunsvíkin var smíðuð í Svíþjóð 1984 og hét upphalega Húni II SF 18, síðar Gunnvör ÍS 53 og Konráð SH 60. Búið er að lengja hana, breikka, hækka þilfar, skipta um vél og brú síðan. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rækjuskip við bryggju á Húsavík

1462. Júlíus Javsteen ÞH 1 – 27. Árni á Bakka ÞH 380 ex Dreki HF 36. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Á þessari mynd Hreiðars Olgeirssonar gefur að líta tvö rækjuskip við bryggju á Húsavík.

Þetta eru Júlíus Havsteen ÞH 1 sem var í eigu Höfða hf. á Húsavík og Árni á Bakka ÞH 380 sem Sæblik hf. á Kópaskeri átti og gerði út.

Myndin var líklega tekin vorið 1987 og spurning hvort Árni á Bakka sé ekki nýkominn og verið að útbúa hann til veiða. Hann kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Kópaskeri vorið 1987.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution