
Jón á Hofi frá Þorlákshöfn landaði á Djúpavogi í vikunni og tók Þór Jónsson þessa mynd af honum.
Jón á Hofi ÁR 42 hét áður Þuríður Halldórsdóttir GK 94 en Rammi hf. keypti skipið af Þorbirninum hf. sumarið 2007.
Upphaflega hét skipið Hafnarey SU 110 frá Breiðdalsvík og var eitt af raðsmíðaskipunum svokölluðu. Smíðað 1983 hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi.
Jón á Hofi ÁR 42 er 38,99 metrar að lengd, 8,1 metra breiður og mælist 274 brl./497 BT að stærð.
Skipt var um brú á skipinu fyrir nokkru í Póllandi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.