Rauð fiskiskip í Húsavíkurhöfn

1009.Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér má sjá, og eða í, þrjú rauð fiskiskip í Húsavíkurhöfn um árið. Kristbjörg ÞH 44 er að koma að bryggju.

Júlíus Havsteen ÞH 1 er við bryggjuna og sést í stefni hans og brú. Í bakgrunni sést í Aldey ÞH 110 en hún liggur við Þvergarðinn sem jafnan var kallaður L-ið hér áður.

Að mati síðustjóra er floti landsmanna að verða full einlitur, það vantar fleiri fallega rauð skip 🙂 Þau eru helst að finna í Njarðvík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Hafborg og Haftindur

625. Hafborg HF 64 – 472. Haftindur HF 123. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér liggja saman í Hafnarfjarðarhöfn um árið tveir bátar sem eiga það sameiginlegt m.a að hafa verið gerðir út frá Húsavík.

Sá sem innar liggur er Hafborg HF 64 sem upphaflega hét Jökull SH 126 og var smíðaður á Akureyri. Utan á Hafborginni liggur Haftindur HF 123 sem upphaflega hét Guðbjörg GK 6 og var smíðaður í Hafnarfirði.

Hafborg, sem var seld úr landi árið 1995, hét á árunum 1973 til 1977 Jón Sör ÞH 220 og var gerður út frá Húsavík.

Haftindur var gerður út frá Húsavík um nokkurra ára skeið í frá árinu 1990. Fyrst undir nafninu Rán BA 57 og síðar Guðrún Björg ÞH 60. Örlög bátsins urðu þau að hann sökk árið 2010 í Reykjavíkurhöfn undir nafninu Gæskur og var í kjölfarið tekinn af skipaskrá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Drangavík á útleið – Myndasyrpa

2048. Drangavík VE 80 ex Drangavík VE 555. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Drangavík VE 80 lagði upp í veiðiferð frá Vestmannaeyjum í gær og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir af henni.

Um Drangavík sem upphaflega hét Æskan SF 140 má lesa hér og myndasyrpan látin duga að þessu sinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón á Hofi ÁR 42

1645. Jón á Hofi ÁR 42 ex Þuríður Halldórsdóttir GK 94. Ljósmynd Þór Jónsson 2020.

Jón á Hofi frá Þorlákshöfn landaði á Djúpavogi í vikunni og tók Þór Jónsson þessa mynd af honum.

Jón á Hofi ÁR 42 hét áður Þuríður Halldórsdóttir GK 94 en Rammi hf. keypti skipið af Þorbirninum hf. sumarið 2007.

Upphaflega hét skipið Hafnarey SU 110 frá Breiðdalsvík og var eitt af raðsmíðaskipunum svokölluðu. Smíðað 1983 hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi.

Jón á Hofi ÁR 42 er 38,99 metrar að lengd, 8,1 metra breiður og mælist 274 brl./497 BT að stærð.

Skipt var um brú á skipinu fyrir nokkru í Póllandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Þórunn Sveinsdóttir VE 401

2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í gær þegar skuttogarinn Þórunn Sveinsdóttir VE 401 lét úr höfn í Vestmannaeyjum.

Þórunn Sveinsdóttir VE 401 var smíðuð fyri Ós ehf. í Vestmannaeyjum í Karstensens Skibsværft A/S í Skagen árið 2010. Hún var lengd í fyrra um 6,6 metra í sömu skipasmíðastöð.

Þórunn Sveinsdóttir mælist í dag 929 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution