Dráttarbáturinn Phoenix

IMO 9793155. Phoenix. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2020.

Elvar Jósefsson tók þessar myndir sem nú birtast af dráttarbátnum Phoenix sem leysir af nýja Magna sem hafnsögubátur hjá Faxaflóahöfnum.

Með myndunum fylgdu eftirfarandi upplýsingar:

Phoenix IMO nr..: 9793155
Flokkunarfélag..: Bureau Veritas. Tegund..: Dráttarbátur / Hafnsögubátur.

Afhendingarár..: Janúar 2018
Smíðastöð..: Damen Song Cam Shipyard / Damen Shipyard Gorinchem. Smíðastaður..: Víetnam / Holland.

Aðalvél/ar..: 2 x Caterpillar 3516C TA HD/C.
Hestöfl (heildar)..: 5000 hestöfl við 1600 rpm . Orka..: 3730 kW við 1600 rpm.
Ljósavélar..: 2 x Caterpillar C4.4 TA, 170 kVA, 50 Hz

Togkraftur....
Fram..: 61,40 tonn.
Aftur..: 57,40 tonn.

Dráttarbáturinn Phoenix var fengin að láni á meðan nýji Magni var í viðgerð í Hollandi. Það er Damen skipasmíðastöðin sem leggur til bátin vegna ábyrgðar á nýja Magna. Phoenix var smíðaður, þ.e skrokkur bátsins, í Damen Song Cam smíðastöðinni í Víetnam og síðan fluttur til Damen Gorinchem smíðastöðvarinnar í Hollandi, þar sem lokið var við smíði og uppsetningu búnaðar.
Báturinn er útbúinn tveimur Caterpillar aðalvélum (5000 hestöfl) og tveimur Caterpillar ljósavélum. Aðalvélarnar eru tengdar tveimur Azimut stýriskrúfum frá Rolls Royce og er þvermál hverrar skrúfu 2400 mm.

Mælistærðir……… Brúttótonn..: 293 tonn.

Mesta lengd..: 28,67 metrar. Breidd..: 9,00 metrar. Dýpt..: 4,60 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s