Einn rauður og þrír bláir

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Í dag komu til löndunar á Húsavík fjórir dragnótabátar sem voru að veiðum á Skjálfanda og þar af var einn rauður að lit. Heimabáturinn Haförn ÞH 26.

Hinir þrír eru bláir að lit en enginn þó alveg í sama lit. Þetta voru Bárður SH 81 frá Ólafsvík, Geir ÞH 150 frá Þórshöfn og Hafborg EA 152 úr Grímsey. Alls lönduðu bátarnir tæplega 60 tonnum sem fóru á fiskmarkað.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bárður SH 81

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Bárður SH 81 frá Ólafsvík kom til löndunar á Húsavík um miðjan daginn en báturinn var að dragnótaveiðum á Skjálfandaflóa.

Bárður SH 81 var smíðaður fyrir Bárð SH 81 ehf. en að því fyrirtæki stendur Pétur Pétursson skipstjóri og útgerðarmaður á Arnarstapa á Snæfellsnesi.

Smíði bátsins fór fram í Bredgaard bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku og er smíðanúmer 135 hjá stöðinni.

Bárður SH 81 er 26,90 metra langur og 7 metra breiður og mælist 153 brúttótonn að stærð. Hann er stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð.

Hann kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Ólafsvík 23. desember 2019 en hafði þá verið í Hafnarfirði frá 30.nóvember þar sem m.a var sett í hann netaspil og krapakerfi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution