
Hér liggur Skarðsvík SH 205 við bryggju á Siglufirði, vel hlaðin af síld. Myndina tók Hannes Baldvinsson.
Skarðsvík þessi átti sér ekki langa sögu, var smíðuð 1960 í Danmörku fyrir Sigurð Kristjónsson ofl. en eigandi frá 8. maí 1961 var Skarðsvík h/f á Rifi á Snæfellsnesi.
Skarðsvík var 86 brl. að stærð, búin 400 hestafla MWM aðaðlvél.
Skarðsvík fórst út af Snæfellsnesi 11. febrúar 1962. Áhöfnin, sex menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát þaðan sem Stapafell SH 15 bjargaði þeim um borð og til lands. (Heimild Íslenks skip)
Í Þjóðviljanum á gamlársdag 1960 segir svo frá komu Skarðsvíkur til landsins:
Nýr bátur kom til Rifs í gærkvöld, fimmtudag, v.b. Skarðsvík SH 205. Báturinn er 87 lestir að stærð,með 400 hestafla Manheimvél, smíðaður í Frederikssund Danmörku. Báturinn var sex sólarhringa á leiðinni til Íslands, en skipstjóri í ferðinni var Kristján Guðmundsson.
Skipstjóri á bátnum í vetur verður Sigurður Kristjónsson. Eigendur eru Sveinbjörn Benediktsson, Sigurður skipstjóri ofl.
Skarðsvík er annar báturinn, sem kemur til Rifs á seinni hluta þessa árs.
Eins og áður segir sökk Skarðsvík 11. febrúar 1962 en mikill leki kom að bátnum þegar hann var á landleið eftir leitar- og björgunaðgerðir þegar togarinn Elliði fórst.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution