
Línu- og netaskipið Anna EA 305 liggur hér við bryggju og bíður þess sem verða vill, hvað svo sem það verður. Myndin var tekin í gær.
Anna var smíðuð í Noregi árið 2001 og hét áður Carisma Star. Hún er 52. metrar að lengd, 11 metra breið og mælist 1.457 brúttótonn að stærð.
Sæból fjárfestingafélag ehf. er skráður eigandi skipsins en það var gert út á vegum Útgerðarfélags Akureyringa og var síðasta löndun þess í desember í fyrra.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution