
Á þessari mynd sem Þorgeir Baldursson tók um árið er Jón Júlí BA 157 við kví eina á Tálknafirði.
Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í janúar 2001 stundaði báturinn, sem var í eigu Þórsbergs ehf., dragnótaveiðar sumarið 2000 og setti þorsk í þrjár kvíar til áframeldis.
Jón Júlí var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1955 og fékk nafnið Ingólfur SF 53. Mældist 39 brl. að stærð með Caterpillar 170 hestafla aðalvél. Eigandi Rafnkell Þorleifsson Hornafirði.
Báturinn var seldur á Eyrarbakka árið 1958 og fékk þá nafnið Faxi ÁR 25. Hét síðar Íslendingur II RE, Íslendingur II GK og Jón Júlí HU.
Seldur til Tálknafjarðar 1975. Heimild: Íslens skip.
Jón Júlí BA 157 var tekinn af skipaskrá árið 2014 en samkvæmt vef Fiskistofu var hann kominn í núllflokk árið 2008.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution