Sunna AK 6

1078. Sunna AK 6 ex Akurey AK 81. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sunna AK 6, sem sést hér við bryggju á Akranesi, hét upphaflega Arnar VE 173 og var smíðuð í árið 1969 í Bátalóni.

Báturinn, sem var 10 brl. að stærð og búinn 98 hestafla Perkinsvél, var seldur frá Vestmannaeyjum í janúarmánuði 1970. Þá fékk hann nafnið Bryndís KÓ 8 og árið síðar Bryndís ST 29 þegar hann var seldur á Drangsnes.

Ekki stoppaði hann lengi á Ströndum því sumarið 1971 var hann keyptur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Haraldur EA 62. Það ár var sett í bátinn 115 hestafla Perkinsvél. Haustið 1974 var Haraldur EA 62 seldur til Ísafjarðar þar sem hann fékk nafnið Páll Helgi ÍS 89.

Vorið 1976 var báturinn seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Hrönn RE 58 og ári síðar var báturinn aftur kominn til Kópavogs. Engin nafnabreyting þá en um sumarið var hann seldur enn og aftur og nú til Ólafsfjarðar. Þar varð hann áfram Hrönn en fékk skráninguna ÓF 58.

Vorið 1979 var hann seldur suður í Kópavog og fékk nafnið Hrönn RE 70. Í maímánuði 1982 var Hrönn seld í Vogana og þar fékk báturinn skráninguna GK 102, sama nafn. Vorið 1985 var báturinn seldur á Akranes þar sem hann fékk nafnið Enok AK 8. Ekki hætti báturinn að ganga kaupum og sölum því sumarið 1986 var hann seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Akurey RE 201. Heimild Íslensk skip.

Árið 1991 fær báturinn það nafn sem hann ber á myndinni, Sunna AK 6, og ári síðar Sunna II AK 36. Báturin hét því nafni þegar honum var fargað í febrúarmánuði 1993.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s