Síldar­vinnslan kaupir Vísi hf.

2957. Páll Jónsson GK 7 flaggskip Vísis hf. í Grindavík. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Síldarvinnslan (SVN) hefur náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík. Kaupin eru háð fullnægjandi niðurstöðu áreiðanleikakönnunar ásamt samþykki hluthafafundar SVN og Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu SVN til Kauphallarinnar kemur fram að viðskiptin nemi um 31 milljarði króna. Kaupverð hlutafjár er … Halda áfram að lesa Síldar­vinnslan kaupir Vísi hf.

Anna EA 305 seld til Kanada

2870. Anna EA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Skipið var smíðað í Noregi 2001 og endurnýjað 2008. Lengdin er 52 metrar og breiddin 11 metrar. Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja segir að nokkrar útgerðir hafi sýnt áhuga á að kaupa skipið … Halda áfram að lesa Anna EA 305 seld til Kanada

Góð þátttaka í strandveiðum

Strandveiðibátar á Akureyrarpolli í gær. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Þessi mynd var tekin á Akureyri í gær og sýnir tvo strandveiðibáta en eins og áður hefur komið hér fram hófst strandveiðitímabilið í gær. Á vef Landssambands smábátaeigenda segir í dag: Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu eru alls 470 bátar komnir með virk leyfi til strandveiða.  Af … Halda áfram að lesa Góð þátttaka í strandveiðum

Netarall hafið

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2022. Netarall hófst í fyrradag og taka sex bátar þátt í verkefninu; Magnús SH í Breiðafirði, Saxhamar SH í Faxaflóa, Þórsnes SH frá Reykjanesi að Þrídröngum, Friðrik Sigurðsson ÁR frá frá Þrídröngum að Skeiðarárdjúpi, Sigurður Ólafsson SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum og … Halda áfram að lesa Netarall hafið

Fín veiðiferð Örfiriseyjar RE í Barentshafið

2170.Örfirisey RE 4 ex Polarborg 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Frystitogarinn Örfirisey RE er nú á Vopnafirði. Þangað kom togarinn í gær eftir veiðiferð í norsku landhelgina í Barentshafi. Á heimasíðu Brims segir að löndun hafi hafist í gær en stefnt sé að því að togarinn fari aftur í norsku lögsöguna og hann láti úr … Halda áfram að lesa Fín veiðiferð Örfiriseyjar RE í Barentshafið

Þorbjörn hf. í Grindavík semur um smíði nýs ísfisktogara

Tölvuteiknuð mynd af hinu nýja skipi sem Þorbjörn í Grindavík lætur smíða á Spáni. Mynd Þorbjörn hf. 2022. Þorbjörn hf. í Grindavík hefur gert samning við Skipasmíðastöðina Armon í Gijón á Spáni um smíði á 58 metra löngum og 13,6 metra breiðum ísfisktogara. Ráðgert er að smíðinni ljúki á fyrri hluta ársins 2024. Frá þessu … Halda áfram að lesa Þorbjörn hf. í Grindavík semur um smíði nýs ísfisktogara

Skinney-Þinganes hefur samið um smíði á nýju uppsjávarskipi 

Skinney-Þinganes hefur samið um smíði á nýju uppsjávarskipi við skipasmíðafyrirtækið Karstensens Skibsværft A/S í Skagen, Danmörku. Lengd skipsins verður 75,40 metrar, breiddin 16,50 metrar. Skipið er hannað til að djúpristan sé sem minnst eða um 6,50 metrar. Lestarrými skipsins verður um 2400 rúmetrar. Áætluð afhending skipsins er í apríl 2024. 

KG fiskverkun kaupir útgerð Ólafs Bjarnasonar SH 137

1304. Ólafur Bjarnason SH 137 Ljósmynd Alfons Finnsson. Eigendur Valafells ehf. í Ólafsvík hafa komist að samkomulagi við KG Fiskverkun ehf. um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Valafelli ehf. Samningar aðila eru gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fiskifréttir greina frá en í tilkynningu frá KG Fiskverjun segir: KG Fiskverkun gerir út skipið … Halda áfram að lesa KG fiskverkun kaupir útgerð Ólafs Bjarnasonar SH 137

Varðskipið Freyja verður gert út frá Siglufirði

Varðskipið Freyja. Teikning af heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands. Bindandi samkomulagi hefur verið komið á varðandi kaup á varðskipinu Freyju á milli United Offshore Support GmbH og Landhelgisgæslu Íslands.  Í tilkynningu kemur m.a fram að Landhelgisgæslan og dómsmálaráðuneytið hafi í sameiningu tekið þá ákvörðun að heimahöfn varðskipsins Freyju verði Siglufjörður og njóti skipið þjónustu þar og á … Halda áfram að lesa Varðskipið Freyja verður gert út frá Siglufirði

FISK Seafood kaupir 60 % hlut í Steinunni SH 167

1134. Steinunn SH 167 ex Ingibjörg RE 10. Ljósmynd Alfons Finnsson 2020. Gengið hefur verið frá samkomulagi um kaup FISK Seafood ehf., í gegnum dótturfélag sitt, á 60% eignarhlut í útgerðarfélaginu Steinunni hf. í Ólafsvík sem gert hefur út vertíðarbátinn Steinunni SH-167. Fimm bræður og fjölskyldur þeirra hafa rekið félagið í u.þ.b. hálfa öld. Eftir kaupin … Halda áfram að lesa FISK Seafood kaupir 60 % hlut í Steinunni SH 167