Safnskipið Óðinn sigldi á ný

159. Óðinn. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Safnskipið Óðinn sigldi út á ytri höfn Reykjavíkur í gær og aðalvélar skipsins voru ræstar í fyrsta sinn í 14 ár. 

Á vef Landhelgisgæslunnar segir í gær:

Skipið gegndi hlutverki varðskips í um árabil en hefur undanfarin ár verið hluti af Sjóminjasafni Reykjavíkur. 

Það er óhætt að segja að nokkur eftirvænting hafi ríkt meðal meðlima Hollvinasamtaka Óðins og annarra gesta um borð þegar skipið leysti landfestar klukkan 13:00 í dag. Óðni var fylgt úr höfn af sjómælingaskipinu Baldri, varðbátnum Óðni, hafnsögubáti auk þyrlu Landhelgisgæslunnar en siglt var um ytri höfn Reykjavíkur.

Undanfarna mánuði hafa sjálfboðaliðar unnið að því hörðum höndum að gera vélar skipsins gangfærar og það var stór stund þegar aðalvélarnar voru loks ræstar eftir langt hlé. Í janúar voru 60 ár frá því að skipið kom nýsmíðað frá Danmörku og þótti eitt best búna björgunarskip í Norðurhöfum. 

Páll Geirdal var skipherra í siglingunni en um borð voru félagar í Hollvinasamtökum Óðins, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ásgrímur L. Ágrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, stjórn Sjóminjasafns Reykjavíkur auk annarra. Þá lögðu margir leið sína niður á höfn til að fylgjast með siglingunni.

Ferðin gekk vel enda voru aðstæður hinar bestu í nágrenni Reykjavíkur í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gleðilega páska – Happy Easter

2447. Ósk ÞH 54 ex Guðný NS 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með þessari mynd af grásleppubátnum Ósk ÞH 54 sem tekin var í gær fylgir páskakveðja til lesenda síðunnar um allan heim.

With this photo of the small boat Ósk ÞH 54 that was taken yesterday, Easter greetings are sent from Húsavík to readers all around the world.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bjarni Sæmundsson í slipp

1131. Bjarni Sæmundsson. Ljósmynd Hafró.

Þann 27. október 2019 varð óhapp með eina af þremur vélum í RS Bjarna Sæmundssyni.

Óhappinu var lýst þannig að vélin hafi einfaldlega stoppað með miklum hávaða. Við skoðun kom í ljós að tveir stimplar voru fastir, vélarblokkin sprungin og stimpilstöngin gengin út úr blokkinni.

Keypt hefur verið ný vélarblokk og var Bjarni tekinn í slipp föstudaginn 17. janúar. Gera þurfti gat á síðu skipsins til að geta skipt um vélarblokk og má sjá ónýta vélina hífða út um gatið á skipinu á myndinni hér að ofan.

Í tilkynningu segir að allt kapp sé nú lagt á að klára viðgerðir til að halda áætlun, að Bjarni verði sjófær fyrir 10. febrúar þegar hann heldur til rannsókna á ástandi sjávar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Viðræðum um sameiningu formlega hætt en góðu samstarfi haldið áfram

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Grímur Gíslason 2020.

Viðræður um mögulega sameiningu sem hófust sl. haust hefur formlega verið hætt hjá eigendum Vísis hf og Þorbjarnar hf. en ákveðið hefur verið að halda áfram góðu samstarfi fyrirtækjanna tveggja.

Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að fjölmargir vinnuhópar hafi verið skipaðir til að skoða alla snertifleti og hafa þeir nú skilað inn tillögum sínum. Eftir yfirferð þeirra er niðurstaðan sú að fara ekki með sameiningarmál lengra að sinni, en halda þess í stað góðu samstarfi Þorbjarnar hf. og Vísis hf. áfram og nýta niðurstöðu vinnuhópanna til að styrkja það samstarf enn frekar. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu nú, telja eigendur fyrirtækjanna tveggja að hún útiloki ekki aðra möguleika í framtíðinni. 

Vísir og Þorbjörn eru rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, svipuð að stærð og hafa í gegnum árin unnið talsvert saman. Eiga þau meðal annars félög saman á borð við Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi. Vel yfir 600 manns vinna hjá fyrirtækjunum tveimur sem samanlagt hafa um 44.000 tonn af aflaheimildum og er ljóst að gott samstarf mun gagnast fyrirtækjunum vel og auka sóknartækifæri þeirra á erlendri grundu.

Gleðilegt nýtt ár

Flugeldasýning við áramótabrennu Húsvíkinga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Skipamyndir.com óskar öllum þeim sem sækja síðuna heim gleðilegs nýs árs með þökk fyrir innlitið á því gamla sem nú er liðið í aldanna skaut.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jólakveðja – Merry Christmas

Húsavík að morgni Aðfangadags. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með þessari mynd sem tekin var í morgun óska ég öllum þeim sem sækja síðuna heim gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir innlitið á árinu sem er að líða.

Merry Christmas to you all who visit this site with thanks for stopping by.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dagatalið er komið út

993. Náttfari og 260. Garðar við bryggju á Húsavík í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Dagatal Skipamynda fyrir árið 2020 er komið úr prentun og er þetta í ellefta skipti sem það kemur út.

Eins og sjá má á myndinni fyrir ofan sem tekin var í dag er vetrarveður á landinu, ef einhver hefur ekki tekið eftir fréttum þar um, og kemur dagatalið því ekki til mín fyrr en á fimmtudag eða föstudag.

Myndin tengist ekki dagatalinu sem áhugasamir geta pantað á korri@internet.is, verðið er 3300 kr. og fyrstir koma fyrstir fá.

Á dagatalinu má finna sum af nýjustu skipum flotans í bland við eldri skip og eru þau af öllum stærðum og gerðum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Særif SH 25 mun veiða fyrir Íslandssögu

2822. Særif SH 25 ex Hálfdán Einarsson ÍS 128. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Íslandssaga ehf. á Suðureyri hefur náð samningum við fyrirtækið Melnes ehf. á Rifi og mun bátur síðarnefnda fyrirtækisins veiða fyrir Íslandssögu næsta mánuðinn. 

Það er bb.is á Ísafirði sem greinir frá þessu og þar segir m.a:

það er Særif SH 25 30 tonna krókaaflamarksbátur sem mun veiða og leggja upp afla sínum til Íslandssögu og Íslandssaga mun leggja bátnum til kvóta eftir föngum auk þess að sem hann mun veiða af kvóta sínum.

Særif SH 25 er beitningavélabátur. Óðinn segir að með þessu sé búið að tryggja samfellu í rekstri Íslandssögu a.m.k. næsta mánuðinn og gefst þá tími til að huga að varanlegri lausn á vanda fyrirtækisins vegna strands Einars Guðnasonar ÍS 303.

Særif SH 25 kom úr fyrsta róðri sínum hér fyrir vestan í gærkvöldi og landaði 12 tonnum, mest þorski.

Særif SH 25 hét upphaflega Hrólfur Einarsson ÍS 255 og var í eigu Völusteins ehf. í Bolungarvík. Hrólfur Einarsson ÍS 255 var smíðaður árið 2012 hjá Trefjum í Hafnarfirði. Eftir að báturinn var lengdur um þrjá metra árið 2013 fékk hann nafnið Hálfdán Einarsson ÍS 128. 2015 er báturinn seldur Melnesi ehf. á Hellisandi og fær nafnið Særif SH 25.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Við Húsavíkurhöfn að morgni dags

Við Húsavíkurhöfn að morgni 22. október 2019. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hann var hægur í morgun þegar ég fór niður að höfn með myndavélina en gekk á með éljum.

Við Húsavíkurhöfn að morgni 22. október 2019. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.
Við Húsavíkurhöfn að morgni 22. október 2019. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution