3024. Sigurvin kemur til Siglufjarðar í dag og gamli Sigurvin fylgir í humátt á eftir. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2023. Nýtt björgunarskip Landsbjargar, Sigurvin, kom til heimahafnar á Siglufirði í dag og tók Haukur Sigtryggur meðfylgjandi myndir við það tækifæri. Gamli Sigurvin fór til móts við þann nýja og fylgdi honum til hafnar en fjöldi fólks … Halda áfram að lesa Nýr Sigurvin kom til Siglufjarðar í dag
Category: Fréttir
Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi stefna að sameiningu
2917. Sólberg ÓF 1 flaggskip Ramma hf. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017. Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna. Sameinað félag mun heita Ísfélagið hf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félögin sendu frá sér í kvöld. Forsvarsmenn félaganna tveggja eru sammála um að mörg tækifæri séu … Halda áfram að lesa Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi stefna að sameiningu
Gleðileg jól – Merry Christmas – God jul – Feliz Navidad
IMO: 9830434. Ilivileq GR 2-201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Með þessari mynd sem tekin var í Reykjavík fyrir ári síðan óska ég öllum þeim sem sækja síðuna heim gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir innlitið á árinu sem er að líða. Merry Christmas to you all who visit this site with thanks for stopping by. God jul og tusinde … Halda áfram að lesa Gleðileg jól – Merry Christmas – God jul – Feliz Navidad
Síldarvinnslan kaupir Vísi hf.
2957. Páll Jónsson GK 7 flaggskip Vísis hf. í Grindavík. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Síldarvinnslan (SVN) hefur náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík. Kaupin eru háð fullnægjandi niðurstöðu áreiðanleikakönnunar ásamt samþykki hluthafafundar SVN og Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu SVN til Kauphallarinnar kemur fram að viðskiptin nemi um 31 milljarði króna. Kaupverð hlutafjár er … Halda áfram að lesa Síldarvinnslan kaupir Vísi hf.
Anna EA 305 seld til Kanada
2870. Anna EA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Skipið var smíðað í Noregi 2001 og endurnýjað 2008. Lengdin er 52 metrar og breiddin 11 metrar. Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja segir að nokkrar útgerðir hafi sýnt áhuga á að kaupa skipið … Halda áfram að lesa Anna EA 305 seld til Kanada
Góð þátttaka í strandveiðum
Strandveiðibátar á Akureyrarpolli í gær. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Þessi mynd var tekin á Akureyri í gær og sýnir tvo strandveiðibáta en eins og áður hefur komið hér fram hófst strandveiðitímabilið í gær. Á vef Landssambands smábátaeigenda segir í dag: Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu eru alls 470 bátar komnir með virk leyfi til strandveiða. Af … Halda áfram að lesa Góð þátttaka í strandveiðum
Netarall hafið
1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2022. Netarall hófst í fyrradag og taka sex bátar þátt í verkefninu; Magnús SH í Breiðafirði, Saxhamar SH í Faxaflóa, Þórsnes SH frá Reykjanesi að Þrídröngum, Friðrik Sigurðsson ÁR frá frá Þrídröngum að Skeiðarárdjúpi, Sigurður Ólafsson SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum og … Halda áfram að lesa Netarall hafið
Fín veiðiferð Örfiriseyjar RE í Barentshafið
2170.Örfirisey RE 4 ex Polarborg 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Frystitogarinn Örfirisey RE er nú á Vopnafirði. Þangað kom togarinn í gær eftir veiðiferð í norsku landhelgina í Barentshafi. Á heimasíðu Brims segir að löndun hafi hafist í gær en stefnt sé að því að togarinn fari aftur í norsku lögsöguna og hann láti úr … Halda áfram að lesa Fín veiðiferð Örfiriseyjar RE í Barentshafið
Þorbjörn hf. í Grindavík semur um smíði nýs ísfisktogara
Tölvuteiknuð mynd af hinu nýja skipi sem Þorbjörn í Grindavík lætur smíða á Spáni. Mynd Þorbjörn hf. 2022. Þorbjörn hf. í Grindavík hefur gert samning við Skipasmíðastöðina Armon í Gijón á Spáni um smíði á 58 metra löngum og 13,6 metra breiðum ísfisktogara. Ráðgert er að smíðinni ljúki á fyrri hluta ársins 2024. Frá þessu … Halda áfram að lesa Þorbjörn hf. í Grindavík semur um smíði nýs ísfisktogara
Skinney-Þinganes hefur samið um smíði á nýju uppsjávarskipi
Skinney-Þinganes hefur samið um smíði á nýju uppsjávarskipi við skipasmíðafyrirtækið Karstensens Skibsværft A/S í Skagen, Danmörku. Lengd skipsins verður 75,40 metrar, breiddin 16,50 metrar. Skipið er hannað til að djúpristan sé sem minnst eða um 6,50 metrar. Lestarrými skipsins verður um 2400 rúmetrar. Áætluð afhending skipsins er í apríl 2024.