Dagatalið er komið út

993. Náttfari og 260. Garðar við bryggju á Húsavík í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Dagatal Skipamynda fyrir árið 2020 er komið úr prentun og er þetta í ellefta skipti sem það kemur út.

Eins og sjá má á myndinni fyrir ofan sem tekin var í dag er vetrarveður á landinu, ef einhver hefur ekki tekið eftir fréttum þar um, og kemur dagatalið því ekki til mín fyrr en á fimmtudag eða föstudag.

Myndin tengist ekki dagatalinu sem áhugasamir geta pantað á korri@internet.is, verðið er 3300 kr. og fyrstir koma fyrstir fá.

Á dagatalinu má finna sum af nýjustu skipum flotans í bland við eldri skip og eru þau af öllum stærðum og gerðum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Særif SH 25 mun veiða fyrir Íslandssögu

2822. Særif SH 25 ex Hálfdán Einarsson ÍS 128. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Íslandssaga ehf. á Suðureyri hefur náð samningum við fyrirtækið Melnes ehf. á Rifi og mun bátur síðarnefnda fyrirtækisins veiða fyrir Íslandssögu næsta mánuðinn. 

Það er bb.is á Ísafirði sem greinir frá þessu og þar segir m.a:

það er Særif SH 25 30 tonna krókaaflamarksbátur sem mun veiða og leggja upp afla sínum til Íslandssögu og Íslandssaga mun leggja bátnum til kvóta eftir föngum auk þess að sem hann mun veiða af kvóta sínum.

Særif SH 25 er beitningavélabátur. Óðinn segir að með þessu sé búið að tryggja samfellu í rekstri Íslandssögu a.m.k. næsta mánuðinn og gefst þá tími til að huga að varanlegri lausn á vanda fyrirtækisins vegna strands Einars Guðnasonar ÍS 303.

Særif SH 25 kom úr fyrsta róðri sínum hér fyrir vestan í gærkvöldi og landaði 12 tonnum, mest þorski.

Særif SH 25 hét upphaflega Hrólfur Einarsson ÍS 255 og var í eigu Völusteins ehf. í Bolungarvík. Hrólfur Einarsson ÍS 255 var smíðaður árið 2012 hjá Trefjum í Hafnarfirði. Eftir að báturinn var lengdur um þrjá metra árið 2013 fékk hann nafnið Hálfdán Einarsson ÍS 128. 2015 er báturinn seldur Melnesi ehf. á Hellisandi og fær nafnið Særif SH 25.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Við Húsavíkurhöfn að morgni dags

Við Húsavíkurhöfn að morgni 22. október 2019. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hann var hægur í morgun þegar ég fór niður að höfn með myndavélina en gekk á með éljum.

Við Húsavíkurhöfn að morgni 22. október 2019. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.
Við Húsavíkurhöfn að morgni 22. október 2019. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Brim hf. kaupir Kamb og Grábrók

2766. Steinunn HF 108 ex Benni SU 65. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Brim hf. hefur gert samning um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum. Annað er Fiskvinnslan Kambur hf. sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði og hitt er útgerðarfélagið Grábrók ehf. sem einnig gerir út frá Hafnarfirði.

Í tilkynningu á heimasíðu Brims hf. segir að Fiskvinnslan Kambur geri út krókabátinn Kristján HF 100 sem var smíður í Trefjum hf. í Hafnarfirði á síðasta ári og er búinn öllum nýjasta tækjabúnaði til veiða og aflameðferðar. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark að mestu í þorski.

Þá rekur fyrirtækið tæknivædda fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sem er búin margvíslegum hátæknibúnaði m.a. nýrri vinnslulínu og vatnsskurðarvél frá Völku hf. sem var tekin í notkun á síðasta ári.

Kaupverðið nemur 2.3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi hf. sem eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims að verðmæti um 835 milljónir króna. Grábrók ehf. gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna.

Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims hf. og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila.

Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt 6 mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.:
„Með þessum kaupum erum við að styrkja Brim sem alhliða fyrirtæki í sjávarútvegi. Við viljum efla starfsemi Brims samhliða því að við höfum styrkt stöðu okkar í markaðssetningu og sölu á vörum félagsins á erlendum mörkuðum. Við bætum núna við okkur þorskveiðiheimildum, tæknivæddum vinnslueiningum og mannauð sem gerir félagið betur í stakk búið til að takast á við erlenda samkeppni í vinnslu íslenskra sjávarafurða. Kambur verður rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims en við stefnum að góðu samstarfi með aukna sérhæfingu að markmiði þegar fram líða stundir.“ Segir í tilkynningunni frá Brim hf.

2961. Kristján HF 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rammi hf. hef­ur keypt Sig­ur­björ­n ehf. í Gríms­ey.

1434. Þorleifur EA 88 ex Hringur GK 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Rammi ehf. í Fjalla­byggð hef­ur keypt allt hluta­fé sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sig­ur­bjarn­ar ehf. í Gríms­ey. 

Afla­heim­ild­ir fé­lags­ins eru um 1.000 þorskí­gildist­onn og eru kaup­samn­ing­ar gerðir með fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Kaup­verð er trúnaðar­mál.  

Sig­ur­björn ehf. hef­ur gert út þrjá báta og rek­ur litla fisk­vinnslu í eynni, en Rammi hyggst ekki verka þar fisk.  Árs­verk starfs­fólks Sig­ur­björns ehf. til lands og sjáv­ar hafa verið alls níu. 

Rammi hf. ger­ir út fjóra tog­ara og rek­ur rækju­verk­smiðju í Fjalla­byggð og frysti­hús í Þor­láks­höfn. Hjá Ramma hf. starfa um 250 manns. Afla­heim­ild­ir Sig­ur­björns ehf. falla vel að rekstri Ramma hf. seg­ir í fréttta­til­kynn­ingu frá Ramma. (mbl.is)

Á meðfylgjandi mynd er Þorleifur EA 88, einn þriggja báta fyrirtækisins en hinir eru krókaaflamarksbátarnir Hafaldan EA 190 og Konráð EA 90.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ræða sameiningu Vísis og Þorbjarnarins

1416. Sighvatur GK 57 línuskip Vísis hf. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. hafa hafið viðræður um að leggja eignir félaganna inn í nýtt fyrirtæki og standa saman að rekstri nýs sjávarútvegsfyrirtækis í Grindavík. 

Í tilkynningu segir að Vísir og Þorbjörn séu rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, svipuð að stærð og hafa unnið talsvert saman. Eiga þau meðal annars félög saman á borð við Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi.

Ef af verður, verður nýtt félag með rúmlega 44.000 tonn af aflaheimildum, um það bil 16 milljarða króna veltu og vel yfir 600 manns í vinnu.

Markmið eigenda félaganna, sem allir verða áfram hluthafar, er að búa til nýtt og kröftugt fyrirtæki sem jafnframt getur fylgt eftir tækninýjungum og svarað aukinni kröfu markaðanna. Einnig mun hið nýja fyrirtæki tryggja bolfiskvinnslu og styrkja samfélagið í Grindavík enn frekar.

Áætlað er að að samruni af þessu tagi taki allt að 3 árum og er ekki reiknað með uppsögnum í tengslum við hann, þó má að sjálfsögðu gera ráð fyrir breytingum á útgerðarháttum og mögulega einhverjum tilfærslum á störfum á þeim tíma.

Gangi viðræður um stofnun nýs félags samkvæmt áætlun, má búast við að það taki til starfa um áramót, en þangað til verður rekstur fyrirtækjanna tveggja óbreyttur.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 frystitogari Þorbjarnarins hf. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution